Hús dagsins: Spítalavegur 21

Efsta húsið við Spítalaveg og eflaust fyrir mörgum efsta hús Innbæjarins er Spítalavegur 21. P7100017Húsið reistu Alfreð Steinþórsson og Sigurgeir Jónsson árið 1945- en efstu húsin í Spítalavegi eiga það öll sameiginlegt að hafa verið af tveimur mönnum sem tvíbýli frá upphafi. Spítalavegur 21 er tvílyft steinsteypuhús með flötu þaki og á kjallara. Sunnan hússins stendur bílskúr með valmaþaki. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð og ekki þykir mér ólíklegt að einnig sé íbúð í kjallara. Húsið mun lítið breytt frá upphafi og er í frábæru ásigkomulagi og lítur vel út og sama á við um umhverfi þess. Þessa mynd tók á miðnæturhjóltúr þ. 10.júlí sl.


Bloggfærslur 24. júlí 2013

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG_1930
  • IMG_1950
  • IMG_1939
  • IMG_1940 - afrit
  • IMG_1940

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 280
  • Frá upphafi: 450438

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 180
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband