Næst á dagskrá: Strandgata

Eins og lesendur hafa tekið eftir hef ég verið staddur í Strandgötunni í síðustu færslum og mun ég halda áfram með hana næstu daga. Hús númer 27, 33 og 35 hef ég þegar tekið fyrir í sér pistlum en röðina frá 37-45 tók ég á hundavaði í þessari færslu hér.  Ég hef hins vegar ákveðið að taka hvert hús í þessari röð fyrir sig í sér færslum, þau eru heldur fljót afgreidd hjá mér þarna. Næst ætla ég því að taka fyrir Strandgötu 37 og svo koll af kolli upp að 45 þannig að lesendur geta beðið spenntir...


Hús dagsins: Strandgata 25b

Síðast tók ég fyrir húsið Alaska við Strandgötu 25 en hér er það hús sem stendur á baklóð aftan við það hús. En Strandgata 25b stendur mitt á milli húsa nr. 25 og 27, um 20 metra frá götubrún. P7150021En húsið reisti maður að nafni Guðmundur Seyðfjörð árið 1924. Húsið er tvílyft steinsteypuhús með háu risi og miðjukvisti á austurhlið, en gaflar hússins snúa í norður-suður. Tröppur uppá efri hæð eru einnig forstofubygging fyrir neðri hæð.  Þverpóstar eru í  gluggum. Ég veit ekki annað en húsið hafi verið íbúðarhús alla tíð og líkast til hafa íbúðir alltaf verið tvær, hvor á sinni hæð- líkt og í dag. En Strandgata 25b er hús sem leynir á sér- eins og gjarnt er með bakhús. Það er alls ekki áberandi frá götu en er þó traustlegt, vel viðhaldið og glæsilegt hús og því fylgir einnig ágætis lóð sem nýtur þarna skjóls af húsunum við Strandgötu og Lundargötu. Þessi mynd er tekin 15.júlí sl.

Bloggfærslur 9. ágúst 2013

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG_1930
  • IMG_1950
  • IMG_1939
  • IMG_1940 - afrit
  • IMG_1940

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 450433

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 175
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband