Hús dagsins: Ægisgata 3

 

Húsið reistu þau Garðar Sigurjónsson og Amelía G. Valdemersdóttir árið 1939. P2080016Sögu hússins má rekja til 2.september 1938 er Garðar ritaði bréf til byggingarnefndar óskaði eftir því að fá að reisa íbúðarhús “sömu gerðar og hús þau er þegar hafi verið reist.” Byggingarleyfi var veitt á fundi þann 19.september 1938 en á sama fundi einnig afgreidd byggingarleyfi vegna Ægisgötu 1 og 5. Húsið er byggt eftir sömu teikningu og hús númer 5 og 7. Húsið er einlyft með valmaþaki, hlaðið úr r-steini. Horngluggar- í anda funkisstefnunnar- eru á suðurhlið en lóðréttir, einfaldir póstar eru í gluggum. Húsið hefur alla tíð verið einbýlishús. Húsið er í mjög góðu standi og virðist nýlega “tekið í gegn” m.a. er á því nýr þakkantur og nýlegir gluggapóstar og gler og hurðir en í stórum dráttum er húsið þó óbreytt frá fyrstu gerð. Þessi mynd er tekin 8.feb. 2015.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41, fundur nr. 823, 19.sept. 1938. Fundargerðarbækur Byggingarnefndar eru óútgefnar varðveittar á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

 

 

 


Bloggfærslur 10. apríl 2015

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_3045
  • P6171046
  • P6171045
  • IMG 3018
  • IMG 3024a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 170
  • Sl. sólarhring: 170
  • Sl. viku: 398
  • Frá upphafi: 445950

Annað

  • Innlit í dag: 110
  • Innlit sl. viku: 266
  • Gestir í dag: 104
  • IP-tölur í dag: 100

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband