9.7.2016 | 09:57
Hús dagsins: Oddeyrargata 34
Samkvæmt svonefndri Jónsbók, sem varðveitt er á Héraðsskjalasafninu, er uppruni hússins að Oddeyrargötu rakinn til þess að þeir Gunnar Larsen og Vigfús Friðriksson leyfi til að reisa íbúðarhús úr steinsteypu, einnar hæðar á háum kjallara og með mansardþaki, að ummáli 8,5x9,5m. Þetta var í maímánuði 1930, en þess má til gamans geta að síðla þann sama mánuð fæddist drengur í San Fransisco í Californíu að nafni Clint Eastwood. Lóðin var sögð 800 fermetrar. Upprunalegar teikningar eru óáritaðar en Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar (2015) telja líklegast að Stefán Halldórsson húsasmíðameistari og Þorsteinn Þorsteinsson byggingameistari hafi teiknað húsið.
Oddeyrargata 34 er einlyft steinsteypuhús á lágum kjallara með háu, bogadregnu mansardþaki og miðjukvisti sem einnig er með sveigðu mansardlagi. Steyptir kantar og skrautlegar súlur ramma þak og veggi inn, súlur eru á hornum en einnig undir kvisti og einnig eru steyptar syllur eða kantar ofan glugga á neðri hæð og kvistglugga. Ekki veit ég, hvort rétt væri að kalla glugga á þaki beggja vegna kvisti eða þakglugga. Gluggapóstar eru láréttir með tvískiptum efri póstum. Á neðri hluta þaks er skífuklæðning en bárujárn á þeim efri. Á norðurgafli er forstofubygging og steyptar tröppur með skrautlegu steyptu handriði. Svalir eru ofan á forstofubyggingunni en einnig eru svalir aðrar svalir á efri hæð, nærri norðvesturhorni og sólpallur úr timbri á neðri hæð bakatil. Húsið er teiknað sem tveggja íbúða hús, hvor íbúðin á sinni hæð. Sú íbúðaskipan hefur líkast til haldist alla tíð þó einstaka herbergi hafi verið leigð til einstaklinga og fjölskyldna fyrstu áratugina. Oddeyrargata 34 var fullbyggð 1931 en í árbyrjun það ár, auglýsir G.[unnar] Larsen eftir tilboðum í smíði og múrverk innanhús- og er það elsta heimildin sem finna má timarit.is um húsið.
Segja má að það sé einstakt í sinni röð í bókstaflegri merkingu því það er frábrugðið næstu húsum í þessari geðþekku steinhúsaröð. Húsið er svipsterkt og sérlega skrautlegt á margan hátt og ekki skemmir fyrir að húsinu er vel við haldið og í góðri hirðu. Ég hefði sagt að húsið ætti umsvifalaust að friða einfaldlega vegna einstakrar og glæstrar gerðar- en það er má að segja um mörg hús. En í Húsakönnun 2015 um Norður Brekkuna er húsið talið hafa annars stigs varðveislugildi sem Hluti samstæðrar húsaraðar klassískra húsa. Sérstætt vegna stílbrigða. (Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar, 2015:211) Sá sem þetta ritar getur ekki annað en tekið undir þetta.
Lóð hússins er mjög vel gróin. Hún er mishæðótt og stendur húsið á að giska 3-4m hærra en gatan sjálf. Fremst á lóð er mikil blómagarður og er hann á tveimur hæðum ef svo má segja og beðin aðskilin með hellulögn líkt og í grasagörðum. Mikill trjágróður er á lóðinni, raunar svo mikill að húsið er lítt sjáanlegt yfir hásumarið. Sumum þykir mikil synd að glæsihýsi á borð við Oddeyrargötu 34 séu hulin trjágróðri. En stæðileg og glæst tré eru að mínum dómi engu minni prýði en skrautleg hús. Síðan má hafa það í huga, að laufskrúð byrgir aðeins sýn yfir sumarið og hluta hausts, þ.e. varla nema þriðjung ársins. Myndirnar með færslunni eru teknar þann 5.mars og 24.apríl 2016 og 15.júlí 2015.
Blómagarðurinn á lóð Oddeyrargötu 34 að vorlagi.
Heimildir: Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók. Upplýsingar um upprunasögu hús á Akureyri árið 1933.
Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf
Bloggar | Breytt 11.7.2016 kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 9. júlí 2016
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 33
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 467
- Frá upphafi: 446121
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 344
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar