Hús dagsins: Helgamagrastræti 36

Árið 1944 fékk Þorsteinn Benediktsson þessa lóð og byggingarleyfiP5030898 fyrir steinsteyptu íbúðarhúsi, á einni hæð með kjallara undir hluta og járnklæddu valmaþaki úr timbri. Stærð hússins 10,65x8,6 auk útskots að vestan, 5x1,4m. Fullbyggt mun húsið hafa verið 1945.  Teikningarnar að Helgamagrastræti 36 gerði Tryggvi Jónatansson, eins og að mörgum húsum á Akureyri á 4. og 5. áratug 20. aldar.

Helgamagrastræti 36 er einlyft steinsteypuhús á kjallara og með valmaþaki, útskoti til austurs á framhlið og inngangi í kverkinni á milli. Á suðurhlið er viðbygging, sólskáli úr gleri. Steining er á veggjum og bárujárn á þaki en einfaldir lóðréttir póstar eru í gluggum.

Þau Þorsteinn Benediktsson og Guðrún Jóhannsdóttir, sem byggðu húsið bjuggu þar um áratugaskeið eða allt til æviloka. Hann lést árið 1977 en hún 1981. Árið 1956 byggðu þau bílskúr á baklóð hússins og stendur hann enn, og er hann byggður eftir teikningum þeirra Gunnars Óskarssonar og Páls Friðfinnssonar. Ýmsir hafa átt húsið og búið þar eftir þeirra dag. Húsið mun alla tíð hafa verið einbýlishús og hefur ekki tekið stórvægilegum breytingum að ytra byrði. Sólskáli var byggður við suðurhlið hússins árið 2002 eftir teikningum Haraldar Árnasonar. Meðfram vesturhlið og að sólskálanum er grindverk eða veggur úr gleri. Lóðin er gróin og í góðri hirðu og á lóðarmörkum steyptur veggur sem líklega er frá svipuðum tíma og húsið var byggt.

Helgamagrastræti 36 er traustlegt hús og í góðri hirðu, það hlýtur í Húsakönnun 2015 varðveislugildi 1 sem hluti af áhugaverðri heild. Ein íbúð er í húsinu. Myndin er tekin þann 3. maí 2019.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 983, þ. 21. júlí 1944. Fundur nr. 986, 18. ágúst 1944. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


Bloggfærslur 29. október 2019

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG_1930
  • IMG_1950
  • IMG_1939
  • IMG_1940 - afrit
  • IMG_1940

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 26
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 313
  • Frá upphafi: 451036

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 241
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband