Hús dagsins: Hafnarstræti 21

Lóðin Hafnarstræti 21 á sér ríflega 200 ára sögu, en upprunalega var hún hluti af landareign Hans Lever, sem byggði þar sem nú eru hús nr. 19 og 21, árið 1818. P5140027Þarna mun hann hafa reist pakkhús. Lever var um tíma verslunarstjóri Kyhns- verslunar og er hann e.t.v. einna þekktastur fyrir það, að hafa kennt Akureyringum að rækta kartöflur í upphafi 19. aldar. Munu kartöflugarðar Akureyringa í Búðargili hafa verið eitt helsta kennileiti bæjarins framan af þeirri öld (og rétt að geta þess hér, að enn eru ræktaðar kartöflur í Búðargili). Á síðari hluta 19. aldar var faktorinn E.E. Möller með umsvif þarna, byggði þarna hlöðu 1871 og fjós 1887. Síðar komst lóðin í eigu Höepfnersverslunar og Akureyrarbæjar árið 1933.

Núverandi hús á Hafnarstræti 21 reistu þeir  Tómas Jónsson og sonur hans, Jón Guðbjörn Tómasson, árin 1956-57 eftir teikningum Mikaels Jóhannessonar.  Húsið er tvílyft steinhús, með valmaþaki. Á suðurhlið er útskot og austanmegin við það tröppur og inngöngudyr á efri hæð en svalir á efri hæð og sólpallur á neðri hæð vestanmegin. Bárujárn er á þaki og veggir múrsléttaðir.

Tómas Jónsson, (1916-2003) sem lengst af starfaði sem slökkviliðsmaður (brunavörður) var Akureyringur, nánar tiltekið Innbæingur en foreldrar hans voru þau Jón Emil Tómasson og Sigurlína Sigurgeirsdóttir frá Öngulsstöðum. Bjuggu þau um áratugaskeið í Lækjargötu 6 ásamt börnum sínum og afkomendum.

Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús og bjuggu þau Tómas Jónsson og Hulda Emilsdóttir (1919-1966) bjuggu í húsinu allan sinn aldur á móti Jóni og Þóreyju Bergsdóttur. Búa hin síðarnefndu enn á neðri hæðinni.

Hafnarstræti 21 er reisulegt og glæst hús og í afbragðs góðri hirðu. Sömu sögu er að segja af lóð sem er vel hirt og til mikillar prýði í umhverfinu. Framan við húsið er eitt af gróskumeiri og stæðilegri grenitrjám Innbæjarins, sem hefur um árabil skartað mikilli og litríkri ljósaskreytingu fyrir jólin, vegfarendum Hafnarstrætisins til ánægju og yndisauka. Í Húsakönnun 2012 fær húsið eftirfarandi umsögn: „Samstæð hús og heild sem lagt er til að vernda með hverfisvernd í deiliskipulagi (gult)“ (Hjörleifur Stefánsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, 2012: án bls.). Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð. Myndin er tekin þann 14. maí 2015.

 

Heimildir: Hjörleifur Stefánsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir. 2012. Húsakönnun- Fjaran og Innbærinn. Minjasafnið á Akureyri. Pdf-skjal á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/Fjaran-og-Innbaerinn-2012.pdf

Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur


Bloggfærslur 9. desember 2020

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG_1930
  • IMG_1950
  • IMG_1939
  • IMG_1940 - afrit
  • IMG_1940

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 34
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 283
  • Frá upphafi: 451255

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 222
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband