Samgöngur og samskipti

Ein helsta samgöngubót síðari ára fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á Akureyrarsvæðinu er stígur sem liggur frá Torfunefi meðfram Drottningarbraut. Stígurinn, sem lagður var í áföngum árin 2014-18, liggur meðfram brautinni fram að Flugvelli og Kjarnaskógsafleggjara og raunar alveg fram að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit.

Það var einhverju sinni fyrir fáeinum árum, að ég var á ferð hjólandi um á umræddum stíg. Einu sinni sem oftar. Ákvað, eins og lög gera ráð fyrir, að hringja bjöllu þar sem ég nálgaðist fólk, sem var gangandi í sömu átt. Skemmst er frá því að segja, að fólkið brást vægast sagt illa við og hreytti á eftir mér ónotum um "helvítis frekju í hjólafólki sem léti eins og það ætti stíginn". Tók væntanlega bjölluhringingunni sem skilyrðislausri skipun um að víkja strax, svo ég gæti nú þeyst áfram.


Svo var það öðru sinni, að ég var á göngu á sama stíg. Skyndilega ruddist fram úr mér a.m.k. 20 manna hjólahópur (líklega á 30km hraða). Margir öskruðu og görguðu eitthvað á þá leið að ég skyldi víkja (enginn hringdi bjöllu). Fáeinir þeirra sendu mér gneistandi illskusvip, að því er virtist fyrir það, að ég skyldi hreinlega ekki hafa vikið niður í fjöruborð með nægum fyrirvara. Þannig hefðu þeir, fyrir kæruleysið í mér, þurft að lækka hraðann niður að hámarkshraða í íbúðagötum. Það er stundum vandlifað
 wink

Rétt er að geta þess, að um er að ræða tvö algjör undantekningatilvik; að þessum tilvikum undanskildum hef ég ALDREI, hvorki fyrr né síðar, lent í svona uppákomum, hvorki á þessum stíg né öðrum. Nær allir sem eiga leið þarna um, sem og um aðra stíga Akureyrar sýna gagnkvæma tillitssemi- það er a.m.k. mín reynsla. 

 


Bloggfærslur 7. maí 2020

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG_1930
  • IMG_1950
  • IMG_1939
  • IMG_1940 - afrit
  • IMG_1940

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 21
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 296
  • Frá upphafi: 451064

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 230
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband