Arkitektúr og endurnýting

Virkilega góð og þörf grein. Samhliða nokkurs konar endurvakningar formfegurðar í hönnun mannvirkja (sem vel að merkja, má þó ekki koma niður á notagildi, öryggi eða aðgengi bygginga, enda er Pétur H. alls ekki að mæla fyrir slíku) mætti huga að aukinni endurnýtingu hvað mannvirki varðar. Niðurrif eldri bygginga ætti nefnilega alltaf að vera allra, allra síðasta úrræði. Svona fyrir utan söguleg og menningarleg verðmæti, sem oft fara forgörðum þegar eldri byggingar eru rifnar er þetta spurning um nýtingu og sóun auðlinda. (Svona í ljósi þess, að almenningi er gert að drekka fernudrykki úr pappamassaröri af umhverfisástæðum til að spara nokkur grömm af plasti. Á meðan þykir sjálfsagt að moka þúsundum tonna af steypu, timbri, gleri, lagna- og gólfefnum, plasti og málmum og öðru í landfyllingar til þess að rýma fyrir glænýjum þúsundum tonna af þessum sömu efnum undecided). Auðvitað er það stundum svo, að sumum byggingum verður ekki bjargað og stundum er niðurstaðan auðvitað sú, að það er kannski meiri sóun að lagfæra það gamla en að byggja nýtt. En hvorki þetta né breyting í arkitektúr gerist af sjálfu sér, þetta þarf alltaf að vera þannig, að byggingaraðilar sjái hag í hinu umfram annað. Því hvað sem okkur kann að finnast um það, er það svo; Ef það er hagkvæmara að byggja ferkantaða gráa steinkassa og rífa gamalt, í stað formfagurra nýbygginga -eða endurbyggingar gamalla slíkra- verður það fyrrnefnda ætíð fyrir valinu.


mbl.is Efnishyggjan hefur tekið yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júlí 2024

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • P2050008
  • IMG_2553
  • IMG_2555
  • IMG_2552
  • IMG_2554

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 36
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 1030
  • Frá upphafi: 433157

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 547
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband