Hús dagsins: Strandgata 35

strandgata_35.jpg Strandgata 35 er eitt af elstu húsum Oddeyrar og var lengi vel eitt stærsta húsið þar. Er það kallað Havsteenshús en það reisti Jakob V. Havsteen, danskur kaupsýslumaður og einn helsti stórlax Akureyrar á sinni tíð. Húsið reisti hann 1888. Var það allt hið veglegasta, lengra, breiðara og hærra til lofts en almennt tíðkaðist og kjallari óvenjuhár. Þá gengur tvílyft bakbygging norður og vestur úr húsinu ( á myndinni sést framhlið hússins sem snýr á móti suðri ). Sú bygging mun upprunalega hafa verið geymslu- og gripahús. Lóð hússins er gríðarstór ( og var líkast til enn stærri á dögum Havsteens ) og átti Havsteen einnig fjöruröndina framan hússins og allur reki sem þangað kom varð sjálfkrafa hans eign. Hann reisti  bryggju framan og sjást enn leifar hennar (stubbar af bryggjustólpum, plankar ) í háfjöru.  Húsið er næsta lítið breytt frá upphafi, en á tímabili var húsið klætt steinskífu en upprunalega hefur líklega verið einskonar timburklæðning á því. Lengst til hægri, þ.e. austast á húsinu má sjá tvo glugga sem eru nokkuð stærri en hinir og með öðruvísi póstum. Þar var lengi vel sólskáli með skrautrúðum. Havsteen bjó í húsinu og stundaði þar verslunar- og skrifstofustörf. Ýmis starfsemi hefur einnig verið í húsinu, m.a. var afgreiðsla ÁTVR í kjallara hússins áratugina kringum 1950. Nú eru í húsinu að ég held sex íbúðir fjóra í vesturenda og tvær í austurenda hvor á sinni hæð. Þessi mynd er tekin um miðjan janúar 2005, fyrir réttum fimm árum síðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

flott þetta hús

Ragnheiður , 15.1.2010 kl. 21:44

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já þetta er býsna flott. Á eldri myndum er það jafnvel enn glæsilegra.

Arnór Bliki Hallmundsson, 17.1.2010 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband