Hús dagsins: Nokkur hús í 101, Vatnsstígur 4.

Milli jóla og nýárs var ég staddur í Reykjavík og að sjálfsögðu var myndavélin með í för. Á einum göngutúr frá Sóleyjargötu á Laugaveg smellti ég myndum af nokkrum húsum sem vöktu athygli mína. Nú vill svo til að í flestum tilvikum þekki hvorki haus né sporð á þessum byggingum enda skal það viðurkennast að ég er ansi lítið kunnugur í Borginni. Því leita ég til ykkar, lesendur góðir, ef þið þekkið einhver deili á  þessum húsum þá má gjarna gauka einverju slíku að undir athugasemdum.

pc300001.jpg     pc300002.jpgÞessi tvö hús standa við Njarðargötu. Stóra steinhúsið ef ég man rétt á horni hennar og Bergstaðastrætis. Ef ég ætti að giska á byggingarár myndi ég halda að timburhúsið sé byggt á bilinu 1900-1920 en steinhúsið gæti verið byggt ca 1935-40.

pc300005.jpg  pc300010.jpg

T.v. : Skemmtilega sérstakt í laginu þetta hús við Nönnugötu. T.h. : Þetta glæsilega timburhús stendur á horni Grettisgötu og Frakkastígs. Þetta er líkast til byggt á 1.tug 20.aldar og ekki þykir mér ólíklegt að þetta hús sé norskættað ( sbr. pistil minn um sveitserhús ).

pc300013_952638.jpg

Þetta hús kannast  örugglega margir við. Þetta er Vatnsstígur 4, byggt 1901. Í fyrravor komst það í fréttirnar þegar hópur hústökufólks kom sér þar fyrir. Þar "ráku" þau fríbúð og máluðu og tóku til hendinni við ýmislegt smáviðhald. Að lokum voru þau þó borin út með valdi og húsinu lokað. Nokkrum mánuðum síðar kviknaði í því og skemmdist það töluvert eins og sjá má á myndinni.  En það stendur þó enn. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband