Líf og fjör í Sögugöngum.

Í færslunni áðan kom ég inn á viðburði sem kallast sögugöngur. En um árabil hefur Minjasafnið ( eða tengdar stofnanir)  staðið fyrir sögugöngum um gömlu bæjarhlutana Oddeyrina og Innbæinn á sumrin. Er þá gengið undir leiðsögn um helstu göturnar, Aðalstræti og Hafnarstræti í Innbænum og Strandgötu og hliðargötur hennar á Oddeyri, og stoppað fyrir framan merk hús og saga þeirra sögð og þeirra sem þar bjuggu. Það er reyndar misjafnt hverjar áherslurnar eru eftir leiðsögumönnum. Sumir leggja meiri áherslu á fólkið og sögur af því en aðrir fjalla meira um húsin sjálf, sögu þeirra og byggingargerð. Stundum hefur verið stoppað fyrir framan hvert einasta hús og sagt frá en oftast eru það bara valdir staðir, enda yfirleitt tímarammi (1-2klst ) á þessum göngutúrum. Meðal þátttakenda eru oftar en ekki gamlir Innbæingar eða Oddeyringar sem kunna oft mjög áhugaverðar sögur frá þessum svæðum. Oftar en ekki man þetta fólk af eigin reynslu fólk og atburði sem maður hefur aðeins lesið um í bókum. Ég hef stundað þessar göngur allar götur frá sumrinu 1997, eða frá því ég flutti til Akureyrar ( var búsettur í Eyjafjarðarsveit áður ) og reyni að öllu jöfnu að komast í a.m.k. eina slíka á sumri. Jafnvel þótt maður kunni orðið efnið nánast utanað er alltaf gaman að kíkja með og alltaf er eitthvað nýtt að heyra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband