Hús dagsins : Kaupangsstræti 6 og Ketilhús

P2110028  P8310025  Myndirnar sýna Kaupangsstræti 6 fyrir (t.v.) og eftir viðgerð, 11.feb og 31.ágúst 2007. Ketilhús til vinstri.

Elsti hluti Kaupangsstrætis 6 var reistur árið 1907 og mun það hafa verið sá hluti sem næst er á myndinni. Byggingin í miðjunni með háa risinu og byggingin vestur úr henni eru síðari tíma viðbyggingar. Líklega var húsið frá upphafi í eigu KEA en þetta var þeirra fyrsta verksmiðjuhúsnæði. Upprunalega eða alltént mjög snemma var þarna sláturhús og mjólkursamlag. Yfir dyrunum í kjötbúðina mun í fyrndinni hafa hangið forláta nautshaus. Sá var endurnýjaður við endurgerð hússins eins og sjá má myndinni hér að ofan. Hús þetta er þekkt undir nafninu Bögglageymslan en þarna var um árabil, um og eftir miðja síðustu öld bögglaafgreiðsla og geymsla. Aftan hússins stóð mikil tvílyft bygging, Fóðurgeymslan. Sú bygging brann um 1980 en grunnur hennar stendur enn og er notaður sem bílastæði. Þegar endurbætur hófust á húsinu 2007 hafði það staðið ónotað í áratugi. Var húsið, þ.e. bakhlið lengi vel vinsælt með veggjakrotara og oft voru þarna mikil listaverk í bland við fúkyrði og skilaboð um hver væri asni og hver er elskaði hvern o.s.frv. Endurbætur á húsinu fóru fram fyrri hluta árs 2007 og 12.júlí s.á. flutti veitingstaðurinn Friðrik V í húsið. Myndirnar með færslunni sýna einmitt húsið fyrir og eftir endurbyggingu.

Athugasemd 28.jan:  Í fyrirsögninni minntist ég á Ketilhús en virðist hafa steingleymt að skrifa eitt einasta aukatekið orð um það. Sem er bara alls ekki nógu gott. En Ketilhús er bláa stórhýsið á myndinni. Var það reist 1948 af KEA og hýsti mikla olíukatla sem sáu verksmiðjuhúsunum í Gilinu fyrir gufu og hita. Uppúr 1990, þegar farið að byggja upp menningarstarfsemi í Gilinu var byrjað að nota húsið undir listasýningar og ýmsar uppákomur. Þarna voru líka haldnir ýmsir markaðir, man ég t.d. eftir útsölumörkuðum á geisladiskum þarna. Nú er sennilega nærtækast að kalla húsið tónleika- og fundarsal.  Salurinn í Ketilhúsi er nokkuð sérstæður, tiltölulega langur og mjór og lofthæðin gríðarleg.  Í salnum er svo lítið innbyggt rými ( sem líkja mætti við stúku í íþróttasal, en þó eru engar hallandi sætaraðir )  en þar aðstaða fyrir umsjónar- og starfsfólk viðburða. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Haha en jæja það kom þó :)

Ragnheiður , 31.1.2010 kl. 13:15

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já, á endanum. Ég hef tileinkað mér þann leiða ávana að láta fyrirsögnina koma fyrst og þar getur eitthvað slæðst inn sem gleymist svo í textanum...

Arnór Bliki Hallmundsson, 31.1.2010 kl. 18:51

3 identicon

Afi minn vann við að smíða Ketilhúsið. Gaman að segja frá því að á tímarit.is fann ég gamla frétt af því þegar afi var að smíða húsið ásamt fleirum þegar stillans sem þeir stóðu á brotnaði undan og afi braut á sér lærbeinið. Merkilegt ha? =)

Mummi (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 23
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 494
  • Frá upphafi: 436849

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 319
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband