Enn ein strætósagan

Ég geri þó nokkuð af því að ferðast í strætisvögnum. Þar heyrir maður oft ýmislegt spaugilegt og sl. haust deildi ég með lesendum nokkrum sögum úr strætó. ( sjá hér og hér ). En hér er önnur saga. Það var eitt sinn sem ég var í strætó sem fór um Brekkuna. Þetta var um ellefuleytið að morgni virks dags og vagninn nánast tómur. Farþegar voru einungis ég og eldri kona, sem var greinilega málkunnug vagnstjóranum. Þegar vagninn hafði farið framhjá framhaldsskólunum heyrði ég konuna segja: "Mikill óskapa fjöldi er þetta af bílum þarna hjá skólunum "  "Nei, þetta eru sko ekki blankir krakkar" svarar vagnstjórinn. " Nei, svo sannarlega ekki. Þetta var nú ekki svona þegar ég var í menntaskóla árið 1950, þá var það algjör undantekning ef nemandi átti bíl" segir sú gamla. Bílstjórinn jánkar þessu. En allt í einu skipti sú gamla um gír ( alls ekki bílstjórinn því vagninn var sjálfskiptur Smile ). Í beinu framhaldi af þessu kom heljarinnar reiðilestur um óráðsíuna og lífsgæðakapphlaupið sem tröllreið öllu, allir þyrftu að eiga allt og allt þyrfti að gerast núna, svona hugsuðu allir og þetta væri haft fyrir aumingja börnunum og þessi djöfulsins vitleysa næði bara ekki nokkurri átt. Þessari þrumuræðu fylgdu einhverjar reynslusögur af eigin nægjusemi og konunni var greinilega mikið niðrifyrir, gott ef hún steytti ekki hnefann einhverntíma með orðaflaumnum. Bílstjórinn hlustaði með hálfum huga og jánkaði á réttum stöðum. Svo róaðist hún jafn skjótt niður og fór að tala eitthvað allt annað.

Það er kannski rétt að láta það fylgja með hvaða ár þetta var. Þetta var nefnilega á vordögum árið 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 479
  • Frá upphafi: 436834

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 306
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband