Hús dagsins: Ós, skólahús Glerárþorps

Með aðeins örfáum undantekningum hafa Hús dagsins verið staðsett annaðhvort í Innbænum eða Oddeyrinni, stundum Miðbænum. Hús dagsins er hins veP5270040gar staðsett í Sandgerðisbót, norðan Glerár. Húsið stendur við götuna Óseyri og er kallað Ós og var fyrsta skólahús Glerárþorps. Var húsið reist 1908, steinsteypt eða hlaðið úr múrsteinum. Á þeim tíma náði Akureyrarkaupstaður einungis að Gleránni og Glerárþorp var dreifbýli aðskilið frá kaupstaðnum. Í bók Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum (1993) segir að húsið hafi reist 16 framtakssamir menn sem mynduðu Skólahúsfélag Glerárþorps byggt enn mælt var fyrir um skólaskyldu 10-14ára barna í fræðslulögum 1907. Nauðsynlegt þótti að reisa hús fyrir skólahaldið þar sem ekki var neitt hentugt húsnæði í þorpinu. Fyrsti kennarinn í barnaskólanum hét Halldór Friðjónsson en líklega hefur hann séð um kennsluna einn. Húsið var notað til skólahalds fram undir 1940. Eftir það mun húsið hafa verið tekið til íbúðar, enn seinna varð þetta geymsluhús. Einhverntíma hefur verið byggt við húsið, timburbygging vinstra megin á mynd. Uppúr 2000 var húsið var komið í talsverða vanhirðu og rætt um niðurrif þess. Það hefur þó fengið mikla yfirhalningu og mörg upprunaleg einkenni þess dregin fram, s.s. bogadregnar gluggaumgjarðir og búið var að múra uppí upprunalegar dyr (lengst til hægri ), sem voru endurheimtar. Ekki er mér kunnugt um hver núverandi notkun hússins er, en einhverntíma er ég var á göngu þarna framhjá heyrði ég greinilega að hljómsveit var að æfa sig þar. Þessi mynd er tekin í kvöldsólinni þann 27.maí 2007.

Heimild: Steindór Steindórsson. (1993). Akureyri. Höfuðborg hins bjarta norðurs.Reykjavík: Bókaútgáfan Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eitt fallegasta húsið á eyrinni er Lundargata 11

Auður Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 18:21

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sammála þér, Auður, með Lundargötu 11 ég kannast við það hús. Það mun vera byggt 1898 eins og raunar mörg hús við Lundargötuna. Á reyndar ekki af því mynd (en það er nú minnsta málið að bæta úr því :).  Man vel þegar verið var að gera það upp (ca 10ár síðan ) en mér skilst að sérpanta hafi þurft klæðninguna á það frá Nevada, USA. Nú er þetta eitt af glæsilegri húsum á Eyrinni.

Arnór Bliki Hallmundsson, 3.2.2010 kl. 20:48

3 identicon

Skólahús Glerárþorps... ég kem alveg af fjöllum... hef aldrei heyrt um þetta hús og man ekki til þess að hafa séð það :/ ég bara hálf.... skammast mím =)

Mummi (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 14:29

4 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Hehe, held það sé nú ekkert að skammast sín fyrir. Held raunar að fæstir, nema ef vera skyldi gamlir "Þorparar" þekki deili á þessu húsi. Þetta er líka lítið og látlaust hús og stendur þar að auki dálítið úr alfaraleið. PS. Þetta er eitt af húsunum á sýningunni hjá mér niðri á gangi.

Arnór Bliki Hallmundsson, 10.2.2010 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 474
  • Frá upphafi: 436829

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 303
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband