Hús dagsins: Hafnarstræti 92

p3060057.jpg

Hafnarstræti 92 stendur í suðausturhorni svokallaðs Kaupfélagshorns, hornsins valinkunna milli Kaupangsstrætis og Hafnarstrætis. Húsið reisti Eggert Laxdal kaupmaður árið 1900. Hann bjó þá í Laxdalshúsi, sem er einmitt nefnt eftir honum. Upprunalega var þetta tiltölulega látlaust hús, einlyft með portbygðu risi og miðjukvisti.   Eggert verslaði þarna í nokkur ár en nokkru seinna keypti verslunin Gudmanns Efterfölger húsið. Í millitíðinni hafði Edinborgarverslunin í Reykjavík átt húsið og rekið þar útibú. Á vegum hennar var húsið lengt til norðurs og reistur þessi mikli turn á horninu sem nú er helsta sérkenni hússins. Þetta var um 1915. Húsið var alla tíð verslunarhús og líklega hefur verið búið í því líka gegn um tíðina. 1971 var opnaður  húsinu hinn góðkunni veitingastaður Bautinn. Hann er enn starfandi í húsinu og er sívinsæll, enda afbragðs staður. Munu þeir margir sem hafa Bautann fyrir fastan viðkomustað þegar þeir heimsækja Akureyri. Veitingaskáli úr gleri á framhlið hússins gefur staðnum einkar skemmtilegt yfirbragð, þar er þægilegt að sitja yfir kaffi eða steik og njóta góðs útsýnis yfir mannlífið fyrir utan. Aftur á móti gæti ég ímyndað mér að mörgum hörðum húsfriðunarmanninum sé þessi glerskáli framan á 110 ára timburhúsinu þyrnir í augum.  Þessi mynd, sem skartar stórglæsilegum svörtum Benz í forgrunni, er tekin 6.mars 2010. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

já skálinn er skrýtinn en ég á svona Benz, bara grænan station bíl haha

Ragnheiður , 5.4.2010 kl. 21:02

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Gaman að vita það. Benz eru sígildir eðalvagnar, finnst þessar týpur með tvöföldu, kringlóttu framljósunum einstaklega flottar.

Arnór Bliki Hallmundsson, 6.4.2010 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 18
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 489
  • Frá upphafi: 436844

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 315
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband