Hús dagsins: Hafnarstræti 73.

 Hp3060052.jpgafnarstræti 73 hefur gengið undir ýmsum nöfnum gegn um tíðina. Lón, Dynheimar, Kompaníið eru meðal þeirra Nú kallast þetta hús Rýmið. Sjálfum er mér tamast að kalla húsið Dynheima eða Gömlu Dynheima enda var það nafn á húsinu lengst af frá því ég man eftir mér. Allskonar starfsemi hefur  enda farið fram hér, bíó, iðnaður, félagsmiðstöðvar og leikhús svo fátt eitt sé nefnt. Ekki veit ég hinsvegar til þess að nokkurn tíma hafi verið búið í þessu húsi, en það getur hins vegar vel verið.

Húsið er steinsteypt, reist árið 1923 undir starfsemi Akureyrarbíós en í kjallara var Smjörlíkisverksmiðjan Akra. Húsið er þrílyft með lágu valmaþaki. Á norðurhlið er bárujárnsklædd, einlyft viðbygging litlu yngri. Húsið er byggt á plássi sem skapaðist þegar brekkunni á bakvið var mokað í uppfyllingu, þar sem m.a. Hafnarstræti 82 (síðasta færsla) var reist.   Eftir að kvikmyndasýningum var hætt í húsinu var salurinn tekinn undir samkomuhalds af Frímúrurum en í kjallara var trésmíðaverkstæði eftir að smjörlíkisgerðin flutti þaðan. Karlakórinn Geysir eignaðist síðan húsið og nefndi það Lón, en flutti nafnið með sér úr húsinu seinna meir. Tónlistarskóli Akureyrar var stofnaður í þessu húsi 1946 og hafði hér aðsetur fram yfir 1970. Þá var húsið komið í eigu bæjarins, sem hóf þar rekstur félagsmiðstöðvar fyrir ungmenni og kallaðist húsið þá Dynheimar. Félagsmiðstöðvar voru þarna starfræktar undir ýmsum nöfnum í 33 ár, eða til áramóta 2005-6. Nafninu var breytt úr Dynheimum í Kompaníið árið 1997 en þá voru líka boðaðar breyttar áherslur í starfseminni, en Dynheimanafnið hafði orðið óorð á sér vegna villtra balla og unglingadrykkju- margir munu t.d. hafa tekið sinn fyrsta sopa á Dynheimaböllum. Menningarmiðstöð ungs fólks, Húsið hóf hér starfsemi uppúr Kompaníinu um 2001 og var hér starfrækt til áramóta 2005-6 en fluttist þá í Rósenborg þar sem það er enn starfandi við miklar vinsældir. Frá 2006 hefur Leikfélag Akureyrar haft aðstöðu í húsinu og kallast það nú Rýmið. Salurinn býður upp á meiri möguleika í leiksýningum en hefðbundinn salur, sæti eru ekki föst heldur hægt að raða þeim eftir hentugleikum m.t.t. leikmynda og nálægð við áhorfendur oft mikil.

Ég hóf að stunda Húsið á vordögum 2004 en þá var það starfandi í þessu húsi. Mér þótti nokkur eftirsjá af þessari aðstöðu fyrst  um sinn, og örugglega margir á sama máli.  Í viðbyggingunni hafði t.d. nýlega verið innréttuð mjög fullkomin æfingaraðstaða fyrir hljómsveitir og salurinn þótti einstaklega frábær til tónleikahalds.  Hann var á 2. hæð hússins, heljarinnar gímald og stórar svalir á austurvegg,  þar sem hljómsveitir höfðu oftar en ekki afdrep enda gengt af þeim niður á svið. Mikill sjarmi yfir þessum sal, sem var gjörbreytt ( svalir m.a. rifnar ) þegar Leikfélagið tók við húsinu. Ekki veit ég hvað salurinn var skráður til að rúma marga en á einhverjum tónleikum tókst að troða þarna inn um 260 manns!  En hinsvegar skal geta þess að þrátt fyrir mikinn sjarma yfir húsnæðinu þarna að aðstaða Hússins batnaði stórkostlega við flutninginn í Rósenborg, enda held ég að þetta húsnæði hafi að mörgu leyti verið orðið ófullnægjandi og  þurft miklar endurbætur. Þá er ég ekki frá því að aðsóknin hafi stóraukist eftir að Húsið flutti í Rósenborg. Þessi mynd er tekin 6.mars 2010. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegur pistill minn kæri bróðir =)

Keep it up!

Mummi (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 10:51

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Þakka innlitið og hvatninguna =)

Kv. ABH

Arnór Bliki Hallmundsson, 21.4.2010 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 18
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 489
  • Frá upphafi: 436844

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 315
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband