Hús dagsins: Aðalstræti 63

p5230011.jpg

Á þessum merka degi Sveitastjórnarkosninga og Eurovision er það 107 ára hús sunnarlega í Innbænum sem er fyrir valinu hjá mér. En  Aðalstræti 63 reisti Lárus Thorarensen árið 1903 en húsið er einlyft timburhús með portbyggðu risi á steyptum kjallara. Bakatil er tvílyft bygging, sem hýsir forstofu og stiga milli hæða. Þá er annað anddyri á suðurgafli og svalir þar ofan á. Í upphafi stóð þetta hús eitt og sér austan Aðalstrætis, svo til í flæðarmálinu og í einhverri Innbæjargöngunni heyrði ég að það hefði verið kallað "Húsið á sléttunni". En það sem helst setur svip sinn á húsið er bogadregið útskot með lauklaga þaki á framhlið. Það mun þó vera seinni tíma viðbygging sem byggð var við þegar húsið var múrhúðað (forskalað) uppúr 1930. Var það annar eigandi hússins, Sigurður Flóventsson sem stóð fyrir þeim framkvæmdum. Húsið er einbýli og hefur verið (að ég held) alla tíð. Í kringum 2000 var húsið "tekið í gegn" en þá var múrhúð tekin af og það klætt bárujárni og komið í því sem næst upprunalegt horf auk þess sem skipt var um glugga en það hafði verið augnstungið* á sínum tíma. Nú er þetta hið glæsilegasta hús eins og sjá má á þessari mynd, sem ég tók sl. sunnudag, 23.maí 2010. 

*Augnstungið hús: Algengt var að sexrúðu- eða krosspóstum í eldri húsum væri skipt út fyrir einfaldari eða "nútímalegri" glugga og rammar utan um rifnir burt. Þetta var oftar en ekki gert um leið og húsið voru múrhúðuð. Þetta var kallað að augnstinga húsin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband