Sumarnótt á Akureyri

Myndirnar hér eru teknar á vappi um Miðbæ Akureyrar og nærliggjandi svæði þegar klukkan er langt gengin í 2 að nóttu þ. 17.júní. Skammdegisþunglyndi er landlægt hér og er það skiljanlegt að það fari illa í marga þegar sólin rétt hengslast upp um ellefuleytið og dvelur í örfáa klukkutíma eins og raunin er um jólaleytið. En bjartar sumarnætur eru sannarlega frábært mótvægi við svart skammdegið og um þessar mundir er dagurinn lengstur og birtan mest; Sumarsólstöður renna upp eftir rúmar tvær klukkustundir þegar þetta ritað. Hér eru nokkrar svipmyndir af aðfararnótt Þjóðhátíðardagsins 2010. 

p6170060.jpg

Horft upp Oddeyrargötu, sem liggur í skáa uppfrá Miðbænum á Brekkubrún. Áður fyrr, þegar Oddeyringar áttu kýr voru þær leiddar á beit uppá Brekku (þetta var áður en hún byggðist að ráði) og voru þær leiddar upp og niður Oddeyrargötu sem kölluð var Kúagata þess vegna. Fremsta húsið er nr. 4 og er það reist 1916. Annars byggðist gatan á bilinu 1920-35.  

 

 

 

 

p6170063.jpgKaldbakur 1167m séður frá Hamarkotsklöppum. Frá Akureyri séð virðist hann loka firðinum í norðurendan. Leirdalsheiði liggur fyrir miðju milli Kaldbaks og Blámannshattar 1214m sem er hægra megin á myndinni.

 

 

 

 

 

 

p6170061.jpgÞessar myndarlegu aspir standa ofan Akureyrarvallar, austan undir Brekkugötu. Vaðlaheiðin gægist á milli.

 

 

 

 

 

 

 

p6170058.jpgVið Sjallann, sem er einn elsti og annálaðasti skemmtistaður landsins og eftir því sem ég best veit sá stærsti utan Höfuðborgarsvæðisins. Hann stendur á horni Geislagötu og Gránufélagsgötu. Hér er hópur fólks  á horninu við innganginn að "djamma og djúsa" og gleðin við völd. Einhverjir úti að reykja og enn aðrir hafa sjálfsagt ekki náð 18 ára aldri og sitja því úti með sárt ennið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Milli Kaldbaks og Blámannshatts sést út á Leirdalsheiði (áleiðis út í Fjörður) ekki í Flateyjardal.

En myndirnar eru góðar.

Valdimar Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 22:03

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Leirdalsheiði. Takk fyrir það =) , leiðrétti það hér með.

Arnór Bliki Hallmundsson, 23.6.2010 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband