20.6.2010 | 23:12
Ganga og matur
Eins og einhverjir sem heimsækja þessa síðu reglulega hafa tekið eftir þá þvælist ég stöku sinnum uppum fjöll og firnindi. Þá geng ég uppundir 4-8km daglega um götur Akureyrar. Eitt það almikilvægasta í lengri gönguferðum og fjallabrölti er nestið. Matur er mannsins megin og eldsneyti göngumannsins, líkt og bensín/dísel fyrir bílinn. Um nesti í lengri gönguferðum gildir í raun einföld meginregla: Maturinn skal vera sem orkuríkastur en sem fyrirferðarminnstur og léttastur. Samlokur með feitu áleggi og feitu smjöri eru þar góður kostur og heitt kakó í brúsa er náttúrulega klassískt. Sumir kjósa heldur kaffi- en kakóið er orkumeira. Að auki er suðusúkkulaði nauðsynlegur orkugjafi en ekki er sniðugt að keyra eingöngu á því. Ég hef vanið mig á göngunesti sem samanstendur af flatbrauði með hangikjöti, skinku eða rúllupylsu. Flatbrauð þykir mér mikið hentugra en "venjulegt" brauð, sem vill oft klessast og verða leiðinlegt í meðförum. Kakó er alveg skilyrðislaust með að vetrarlagi, á sumrin lætur maður stundum fernudrykki á borð Svala, Trópí eða Kókómjólk duga. Harðfiskur er helvíti góður einnig og skyr hef ég einhvern tíma haft meðferðis á Súlumýrar. Oft er því þannig farið að matarlyst og smekkur er svolítið öðruvísi en vanalega í gönguferðum. Þannig er það allavega hjá mér- get að sjálfsögðu ekki fullyrt að að það sé algilt. En þegar maður hefur erfiðað upp nokkur hundruð metra lóðrétta hækkun og orkuleysi farið að segja til sín þá hámar maður ýmislegt í sig sem maður liti ekki við á láglendi. Þá er bitinn einhvern vegin miklu, miklu bragðbetri og drykkurinn sjaldan eins svalandi. Og talandi um svalandi þá er ekkert betra en ferskt íslenskt fjallavatn. Þess má hins vegar geta að í gönguferðum er ekki sniðugt að drekka mikið af ÍSKÖLDUM drykkjum. Best er raunar að drykkurinn sé sem næst líkamshita- það fer svo geysileg orka í að hita upp vatnið.
Hver kannast ekki við að hafa verið í erfiðri göngu og verið orðinn svangur/svöng og uppí hugann koma miklar steikur eða saðsamir skyndibitar. Flatbrauðsneiðin virkar þá kannski ekkert svo ofboðslega freistandi. Í einni göngu uppá Súlur fyrir fáeinum árum gerði ég einskonar tilraun. Hafði með tilbúnar langlokur úr sjoppu, löðrandi í sinnepsósu og gumsi og gosflöskur. Í 800m gerði ég veglegt nestisstopp, orðinn nokkuð svangur og þreyttur. Hugsaði mér gott til glóðarinnar og settist niður með langloku með skinku, ananas og sinnepsósu og ½ líters Mix í flösku. Ég náði varla einum bita og sopa áður en ég hreinlega kúgaðist. Þótt ekki vantaði hungrið þá náði ég varla að pína ofaní mig hálfri langlokunni og ég hélt aðeins niðri nokkrum sopum af gosinu. Mín niðurstaða af þessu var sú að fjallgöngur og skyndibitar fara ekki vel saman. En auðvitað er svona lagað persónubundið.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 436887
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 324
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.