Sumarsólstöður

Dagurinn í dag, 21.júní, kallast Sumarsólstöður og er dagur þá lengstur og sólin hæst á norðurhveli. Er þá toppnum náð á sólarganginum en hann hefur lengst um fáeinar  mínútur á dag síðustu 183 daga. Víða eru farnar sólstöðugöngur og nyrst á landinu nýtur miðnætursólar en í rauninni er Ísland alveg á mörkunum að ná miðnætursól, sem sést tæplega nema norðan Heimskautsbaugs. Stjarnfræðilega er þetta raunar fyrsti dagur sumars, en miðað við sólarganginn þá er vetur 21.des til 20.mars, jafndægurs á vori og vorið stendur þá til 20.júní. Sumar er þá 21.júní til 21. september; haustjafndægurs en haust 22.sept- 20.des. Það er kannski ljótt að segja það en hér eftir fer daginn að stytta. Mörgum finnst að það þýði að sumri sé farið að halla og að senn hausti en benda má að albjart er næsta mánuðinn eða svo og heitasti mánuðurinn, júlí rétt handan við hornið. Það er því fjarri því að sumri sé að halla þó dag lengi ekki lengur. Enda má líta til andstæðu sólhvarfanna, 21.des þegar dag byrjar að lengja. Þá er vetrinum svo sannarlega ekki að ljúka heldur eru verstu veðrin og mestu kuldarnir einmitt eftir það. Eins er ævinlega mesta sólskinið og hitinn mánuðina tvo eftir 21.júní. Þannig að sumarið er rétt að byrja, þó sólin haldi niður á við.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband