Hús dagsins: Hafnarstræti 86a

p6190097.jpgSíðast birti ég mynd af húsi nokkru í Miðbænum sem nú er í endurbótum. Hér birtist annað hús sem er þessa daganna í endurbyggingu, en það er Hafnarstræti 86a. Er þetta tvílyft timburhús með portbyggðu risi, byggt árið 1920 af manni að nafni Jóhann Ragúels. Hann rak gjafavöruverslun á neðstu hæð en bjó á efri hæðum.   Síðast var þetta þriggja íbúða hús en það fór í eyði um 2002. Það hafði þannig staðið autt og ónotað í nokkur ár og var farið að láta verulega á sjá. Veturinn 2008 varð þarna mikill heitavatnsleki sem stórskemmdi innra byrði hússins. Einhvern tíma heyrði ég að til stæði að rífa húsið og hélt ég satt best að segja að það stæði til um daginn. En svo liðu nokkrir dagar og framkvæmdir og smávægilegt rifrildi hélt áfram, þannig að líkast til var niðurrif ekki raunin. Því ef svo væri, hefði húsið líkast til verið afgreitt á fáum klukkustundum með stórvikri gröfu. Við endurgerð eldri húsa kemur oft ýmislegt í ljós sem falið hefur verið undir seinni tíma viðbótum og breytingum. Sem áður segir var verslunarrými á neðstu hæð hússins fyrstu áratugina.  Á þessari mynd má glögglega sjá ramma utan um verslunarglugga sem náð hafa niður á götu sem og dyr fyrir miðju sem einhverntíma hefur verið lokað fyrir.  Þarna sést líka í grind hússins, innri klæðningu og reiðingsmottur á milli. Ég fæ ekki betur séð að ysta klæðning, sem nú verið að rífa burt, sé asbest. Þetta er að upplagi stórglæsilegt hús og það verður eflaust spennandi að sjá hvernig það kemur til með að líta út að endurbótum loknum. Þessi mynd er tekin 19.júní 2010.

Hér eru einnig myndir sem ég tók að kvöldi 6.janúar 2007 er ég á átti leið framhjá Hafnarstræti 86a og sá að dyr á stigabyggingu bakatil stóðu opnar. Ekki kunni ég nú við vaða inn, en tók nokkrar myndir inn um dyrnar. 

p1060104.jpg   p1060106.jpg  p1060105.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband