23.8.2010 | 01:19
Ekkert að vanbúnaði
Mörgum hættir til, þegar lagt er í lengri ferðir, að hoppa uppí bíl eins og þeir eru klæddir og halda svo af stað. Ef það er sól og blíða þaðan sem lagt er stað er sest inní bíl í stuttbuxunum og bolnum og svo- af stað...Það er að sjálfsögðu ekkert við því að segja- en hins vegar skyldi alltaf hafa með aukafatnað, skjólgóðar flíkur ef lagt er upp í langferðir. Og enda þótt bíllinn sé eins og hús á hjólum, þannig séð, þá er ágætis þumalputtaregla að búa sig í lengri bílferðir eins og maður sé á leiðinni út. Skjótt skipast veður í lofti og veðrið í Skagafirði getur t.d. verið allt annað veður en í Eyjafirði o.s.frv. Að auki liggur vegakerfið á löngum köflum í mörg hundruð metra hæð yfir sjó. Þó nútímabílar séu alls ekki bilanagjarnir og gangi að öllu jöfnu eins og klukkur má aldrei útiloka að bíllinn geti bilað eða verið stopp á leiðinni. Það getur hent hvaða farkost sem er. Og þá getur komið að því að einhver eða einhverjir þurfi að stíga út. Og ef t.d. enginn straumur er á bílnum, þá virkar heldur ekki miðstöðin, sem þýðir að í bílnum verður á endanum svipað hitastig og utan við hann.
Ein lítil saga þessu viðkomandi. Fyrir rúmum 10 árum var ég í helgarútilegu í Fálkafelli, sem er skátaskáli ofan Akureyrar. Þar í kring er á vetrum mikil umferð jeppa og vélsleða enda eru Súlumýrarnar alvöru öræfi, víðlendar og villugjarnar í ca 4-600m y.s. Þessa helgina var umferðin þarna nánast eins og á Miklubraut enda einmunablíða, skafheiðríkt og glampandi sól. Á laugardagskvöldinu sjáum við hvar einn verklegur jeppi er stopp, örfáum metrum frá skálanum. Fljótlega sjáum við að ekki er allt með felldu, hann reynir að hjakka en allt kemur fyrir ekki. Fljótlega eru jepparnir orðnir tveir, greinilega tveir félagar á ferð tvíbíla. Eins og sönnum skátum sæmir kíkjum við út og athugum hvort við getum ekki hjálpað. Maðurinn stekkur út og það var ógleymanleg sjón: Hann var í gallabuxum, stuttermabol og sandölum einum fata í jeppaferð um ófærur. Þess má geta að þetta var ekki að sumarlagi. Onei, þetta var um miðjan janúar, frostið var -15°C og allt um kring var um tuga cm jafnfallinn snjór. Vegna klæðnaðar gat fyrri maðurinn lítið aðhafst en mig minnir að vinur hans hafi þó allavega vega verið í einhverjum þykkri jakka. Hann var hins vegar bara með bara með derhúfu á höfði. Ekki man ég nákvæmlega hvernig þetta fór en þeir reyndust við eftirgrennslan hvorki hafa skóflu né kaðal og eftir klukkustunda árangurslaust bras og hjakk kom einhver á þriðja jeppanum og sótti þá. Einhvernvegin grunar mig að þessir tveir hafi ekki reiknað með að festast eða þurfa yfirleitt að fara útúr bílunum.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 33
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 504
- Frá upphafi: 436859
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 326
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi óheppni jekkakarl var greinilega aldrei í skátunum =)
Mummi (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 14:40
Greinilega ekki. Hann hefur þá a.m.k. verið búinn gleyma ansi mörgu úr "skátafræðunum" hafi svo verið.
Arnór Bliki Hallmundsson, 28.8.2010 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.