Ekkert að vanbúnaði

Mörgum hættir til, þegar lagt er í lengri ferðir, að hoppa uppí bíl eins og þeir eru klæddir og halda svo af stað. Ef það er sól og blíða þaðan sem lagt er stað er sest inní bíl í stuttbuxunum og bolnum og svo- af stað...Það er að sjálfsögðu ekkert við því að segja- en hins vegar skyldi alltaf hafa með aukafatnað, skjólgóðar flíkur ef lagt er upp í langferðir. Og enda þótt bíllinn sé eins og hús á hjólum, þannig séð, þá er ágætis þumalputtaregla að búa sig í lengri bílferðir eins og maður sé á leiðinni út. Skjótt skipast veður í lofti og veðrið í Skagafirði getur t.d. verið allt annað veður en í Eyjafirði o.s.frv. Að auki liggur vegakerfið á löngum köflum í mörg hundruð metra hæð yfir sjó. Þó nútímabílar séu alls ekki bilanagjarnir og gangi að öllu jöfnu eins og klukkur má aldrei útiloka að bíllinn geti bilað eða verið stopp á leiðinni. Það getur hent hvaða farkost sem er. Og þá getur komið að því að einhver eða einhverjir þurfi að stíga út. Undecided Og ef t.d. enginn straumur er á bílnum, þá virkar heldur ekki miðstöðin, sem þýðir að í bílnum verður á endanum svipað hitastig og utan við hann.

Ein lítil saga þessu viðkomandi. Fyrir rúmum 10 árum var ég í helgarútilegu í Fálkafelli, sem er skátaskáli ofan Akureyrar. Þar í kring er á vetrum mikil umferð jeppa og vélsleða enda eru Súlumýrarnar alvöru öræfi, víðlendar og villugjarnar í ca 4-600m y.s. Þessa helgina var umferðin þarna nánast eins og á Miklubraut enda einmunablíða, skafheiðríkt og glampandi sól.  Á laugardagskvöldinu sjáum við hvar einn verklegur jeppi er stopp, örfáum metrum frá skálanum. Fljótlega sjáum við að ekki er allt með felldu, hann reynir að hjakka en allt kemur fyrir ekki. Fljótlega eru jepparnir orðnir tveir, greinilega tveir félagar á ferð tvíbíla.  Eins og sönnum skátum sæmir kíkjum við út og athugum hvort við getum ekki hjálpað. Maðurinn stekkur út og það var ógleymanleg sjón: Hann var í gallabuxum, stuttermabol og sandölum einum fata í jeppaferð um ófærur. Þess má geta að þetta var ekki að sumarlagi. Onei, þetta var um miðjan janúar, frostið var -15°C og allt um kring var um tuga cm jafnfallinn snjórVegna klæðnaðar gat fyrri maðurinn lítið aðhafst en mig minnir að vinur hans hafi þó allavega vega verið í einhverjum þykkri jakka. Hann var hins vegar bara með bara með derhúfu á höfði. Ekki man ég nákvæmlega hvernig þetta fór en þeir reyndust við eftirgrennslan hvorki hafa skóflu né kaðal og eftir klukkustunda árangurslaust bras og hjakk kom einhver á þriðja jeppanum og sótti þá. Einhvernvegin grunar mig að þessir tveir hafi ekki reiknað með að festast eða þurfa yfirleitt að fara útúr bílunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi óheppni jekkakarl var greinilega aldrei í skátunum =)

Mummi (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 14:40

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Greinilega ekki. Hann hefur þá a.m.k. verið búinn gleyma ansi mörgu úr "skátafræðunum" hafi svo verið.

Arnór Bliki Hallmundsson, 28.8.2010 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband