Hús dagsins: Hafnarstræti 23

Hafnarstræti 23 reisti Peter F.H. SchiöthP7310004, danskur bakarameistari árið 1903. Hann hafði veitt Brauðgerð Höepfnersverslunar forstöðu í tugi ára, en brauðgerðin, sem hóf rekstur 1867 mun hafa verið sú fyrsta á Akureyri. Húsið kom í stað veglegs brauðgerðarhúss sem brann 1903 en á gömlum myndum má sjá að það var einlyft timburhús með mikilli turnbyggingu, þrílyftri á framhlið. Það hús reisti Vilhelmína Lever árið 1835 en hún var einn helsti stórlax bæjarins um og eftir miðja 19. öld og kaus m.a. fyrst kvenna hér á landi árið 1863. En Hafnarstræti 23 er einlyft timburhús á háum kjallara. Á suðurgafli er tvílyft inngönguhús með svölum og útskornu skrauti. Húsið ber einkenni svokallaðra Sveitserhúsa, en það voru stórhýsi að norskri fyrirmynd (mörg komu tilhöggvin að utan) og þóttu með fínasti húsakosti í byrjun síðustu aldar. Enda voru það yfirleitt efnamenn sem þau byggðu. En í húsinu var rekin brauðgerð um áratugaskeið, og tók sonur Peters, Axel við rekstri hennar. Hann eignaðist húsið 1927 en það hafði verið í eigu Höepfnersverslunar. Ekki veit ég hvenær nákvæmlega brauðgerð lagðist af í húsinu en einnig má vel vera að í kjallara hafi verið verslanir eða annar smáiðnaður eftir það. Nú eru í húsinu líklega einar fimm íbúðir. Knattspyrnufélag Akureyrar, KA, er stofnað í þessu húsi  8.janúar 1928. Meðfylgjandi mynd tók ég í Sögugöngu Minjasafns Akureyrar um Innbæinn laugardaginn 31.júlí 2010. Þarna sést drjúgur hluti þátttakenda en eins og sjá má var gangan nokkuð fjölsótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband