Hús dagsins: Spítalavegur 9

P7310010Spítalaveg 9 reisti Guðmundur Hannesson héraðslæknir árið 1899. Mun hann hafa teiknað og ráðið allri gerð hússins en það er undir miklum áhrifum frá Sveitserstílnum norska og er eitt fyrsta hús slíkrar gerðar hér á landi. Sveitserhúsin voru vinsæl meðal efnamanna 1900-1910 en eftir það fór að draga úr byggingu timburhúsa og steinsteypan fór að sækja í sig veðrið. En húsið er einlyft timburhús á lágum kjallara. Skiptist í tvær "álmur", grunnflötur vinkillaga en hlutinn  sem sést á myndinni snýr göflum austur-vestur. Húsið var eins konar læknisbústaður en eftirmaður Guðmundar , Steingrímur Matthíasson (Jochumssonar) keypti húsið af honum. Sjúkrahús Akureyrar frá 1898 til 1953 stóð rétt ofan við Spítalaveg 9 og var hann reistur fyrir tilstilli Guðmundar. Var það mikið stórhýsi, einlyft með tveimur burstum og skreytt útskurði og þótti mikil bylting frá gamla sjúkrahúsinu í Aðalstræti. Það hús var svo tekið niður um 1955 en byggt upp aftur í Hlíðarfjalli sem skíðahótel. En Steingrímur Matthíasson bjó í húsinu til 1936 og síðan hefur það skipt um eigendur þó nokkrum sinnum. Húsið er einbýli og hefur að ég held verið það frá upphafi. En eins og sjá má er Spítalavegur 9 stórglæsilegt hús og í góðri umhirðu. Myndin er ein nokkurra sem ég tók á göngu um Innbæinn 31.7. 2010. En menn munu víst ekki vera sammála hvort telja eigi Spítalaveg til Innbæjar eða Brekkunnar. Hann tengir þessa bæjarhluta saman en sjálfum er mér tamt að telja Spítalaveginn til Innbæjarins og Brekkan byrji þá við Lystigarðinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér um bæjarhlutana. Þetta hús er afskaplega fallegt.

Magga á Brávöllum

Margrét Harðardóttir (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 13:02

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já, þau eru yfirleitt mjög glæsileg þessi sveitserhús, enda voru þetta auðmannabústaðir og fínustu hýbýlin um aldamótin 1900. Í seinni tíð hafa mörg þeirra einnig verið gerð upp og eru sem ný og betur útlítandi en nokkru sinni fyrr.

Þakka innlitið og sendi kærar kveðjur að norðan :-)

Arnór Bliki Hallmundsson, 16.9.2010 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband