Hús dagsins: Wathne hús (stóð neðst við Gránufélagsgötu)

Hvað hefur orðið af Húsum dagsins ? Einhverjir kunna að spyrja þessarar spurningar enda hefur ný færsla af því taginu varla sést svo vikum skiptir, og langur tími líður orðið á milli. En hér með bæti ég úr því. En ástæðan fyrir Húsaleysi er einfaldlega sú að farið er að fækka verulega í húsamyndasafni mínu og ég ekki komið í verk að mynda fleiri. Þá er ég nú búinn að gera stórum hluta af eldri bæjarhlutum Akureyrar skil, enda telst mér til að í myndasafninu Hús og Byggingar séu nú 113 myndir. Og ekki gengur að ég myndi of mörg hús og setji hér inn. Því þá myndi það enda með að enginn þyrfti að koma til Akureyrar, það myndi bara nægja að kíkja á síðuna hér og skoða bara bæinn eins t og hann leggur sig!! Smile 

En að húsinu hér á myndinni. Þetta hús stóð í 107 ár neðst við Gránufélagsgötu, alveg við sjávarsíðuna á (þar sem seinna varð ) athafnasvæði Kjötiðnaðarstöðvar KEA ( nú Norðlenska). p5290049.jpgEn það reisti norskur athafna- og útgerðarmaður, Wathne að nafni árið 1895 Húsið er einlyft með risi og miðjukvisti, og lofthæð og stærð hússins mikið meiri en almennt tíðkaðist þá Enda var þetta iðnaðarhúsnæði; þarna hafði Wathne síldarsöltunarstöð en hann reisti einnig ýmis önnur vöru- og verksmiðjuhús þarna á Oddeyrartanga. Á þessum árum voru umsvif norskra síldveiðimanna mikil á Eyjafjarðarsvæðinu og kannski einna mest við Siglufjörð. Reistu Norðmennirnir mörg hús sem fæst standa enn, enda var oft um að ræða tímabundin húsnæði sem ekki voru hugsuð til frambúðar. Síldarsöltunin var líkast til starfandi í húsinu einhver ár fram yfir 1900 en á eftir þjónaði það sem iðnaðar- og geymsluhúsnæði hvers konar. Ekki skal ég fullyrða um að aldrei hafi verið búið í því.  Um 2000 hafði húsið staðið lítið notað og lítið viðhald fengið svo árum skipti og farið að láta á sjá og til stóð að rífa það. En 2002 var það flutt þar sem það stendur nú á plan á Krókeyri, skammt norðan Akureyrarflugvallar. Þar bíður það þess að vera gert upp en ekki veit ég hvort ætlunin er að láta það standa þarna áfram eða finna því annan stað. Alltént er húsið ekki á varanlegum grunni. Þessi mynd er tekin 29.maí 2010. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband