Nákvæmni í byggingarártölum

Byggingarár gamalla húsa þarf stundum að skoða með vissum fyrirvara. Í fyrsta lagi hefur það stundum verið þannig að hús var byggt og svo kannski seinna (jafnvel fáeinum árum) hefur verið sótt um leyfi eða lóð, svona formsins vegna. (Þetta gildir t.d. um sum elstu hús Oddeyrar þar sem Gránufélagið átti lóðirnar.) Þá getur verið að hús hafi bara einfaldlega verið byggð og ekkert sett á blað varðandi það. Fyrr en kannski löngu seinna að húsið hefur verið virt skv. lögum. Þegar maður skoðar hinar ýmsu heimildir, bækur og Fasteignamat eru stundum 2 eða fleiri byggingarár gefin og stundum eru þau kannski frekar til viðmiðunar. Þá er kannski sagt að húsið sé byggt um1880 eða laust fyrir aldamótin 1900 e.þ.h.  Þá hefur mörgum eldri húsum oft verið breytt svo mikið og byggt við þau í tímans rás að kannski er ekki nema 10% af þeim frá upprunalegu byggingarári. Búið að skipta oft um haus og hamar eða skóflu og skaft eins og þar stendur. Sjálfsagt er það í einhverjum tilfellum þannig að einhverntíma í "fornöld" hafi litlu eldra húsi verið breytt og byggt upp í núverandi mynd og "opinbert" byggingarár miðast þá við þær framkvæmdir. Svo eru önnur tilfelli þar sem hús hafa verið flutt í heilu lagi á núverandi stað en byggð áður annars staðar. Allur gangur getur verið á því hvort byggingarárið miðast við hvenær húsið var byggt upprunalega eða hvenær það var flutt á staðinn.  Í mínum pistlum, ef einhver vafaatriði eru, miða ég ævinlega byggingarárin við það sem flestar heimildir segja eða nota forsetninguna "um". Þetta myndu sjálfsagt einhverjir kalla að eltast við smáatriði.  Því oftar en ekki er munur á þeim byggingarártölum sem gefin eru upp frekar lítill, skeikar kannski 5 árum. Og það er e.t.v. ekki svo stórvægilegur munur þegar í hlut eiga hús sem  komin eru fleiri áratugi á annað hundraðið í aldri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Arnór.

Ég hef dolfallin skoðað húsaupplýsingarnar hjá þér, þú ert greinilega með mikla þekkingu í þessum málum. Er nokkur möguleiki á að fá að spyrja þig álits á húsinu sem ég bý í? Mig hefur alltaf langað til að vita hverslags húsastíl húsið mitt tilheyrir, og sama má segja um gluggatýpuna.. en ég veit ekki hvar er best að leita að slíkum upplýsingum.

Ef þú hefur tíma þá er netfangið mitt aldabjorg (hjá) hotmail (punktur) com

Alda Lárusdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 21:18

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Þakka kærlega hrósið, Alda, maður er bara hálf upp með sér . En jú ég ætti að geta "greint" húsið þitt ef ég sé mynd af því en ég er svosem enginn sérfræðingur á því sviði- þ.e. þessi skrif mín hér byggjast á hreinni áhugamennsku. En ég get að sjálfsögðu reynt. Mitt póstfang er hallmundsson@gmail.com.

Arnór Bliki Hallmundsson, 21.11.2010 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband