16.11.2010 | 14:16
Nákvæmni í byggingarártölum
Byggingarár gamalla húsa þarf stundum að skoða með vissum fyrirvara. Í fyrsta lagi hefur það stundum verið þannig að hús var byggt og svo kannski seinna (jafnvel fáeinum árum) hefur verið sótt um leyfi eða lóð, svona formsins vegna. (Þetta gildir t.d. um sum elstu hús Oddeyrar þar sem Gránufélagið átti lóðirnar.) Þá getur verið að hús hafi bara einfaldlega verið byggð og ekkert sett á blað varðandi það. Fyrr en kannski löngu seinna að húsið hefur verið virt skv. lögum. Þegar maður skoðar hinar ýmsu heimildir, bækur og Fasteignamat eru stundum 2 eða fleiri byggingarár gefin og stundum eru þau kannski frekar til viðmiðunar. Þá er kannski sagt að húsið sé byggt um1880 eða laust fyrir aldamótin 1900 e.þ.h. Þá hefur mörgum eldri húsum oft verið breytt svo mikið og byggt við þau í tímans rás að kannski er ekki nema 10% af þeim frá upprunalegu byggingarári. Búið að skipta oft um haus og hamar eða skóflu og skaft eins og þar stendur. Sjálfsagt er það í einhverjum tilfellum þannig að einhverntíma í "fornöld" hafi litlu eldra húsi verið breytt og byggt upp í núverandi mynd og "opinbert" byggingarár miðast þá við þær framkvæmdir. Svo eru önnur tilfelli þar sem hús hafa verið flutt í heilu lagi á núverandi stað en byggð áður annars staðar. Allur gangur getur verið á því hvort byggingarárið miðast við hvenær húsið var byggt upprunalega eða hvenær það var flutt á staðinn. Í mínum pistlum, ef einhver vafaatriði eru, miða ég ævinlega byggingarárin við það sem flestar heimildir segja eða nota forsetninguna "um". Þetta myndu sjálfsagt einhverjir kalla að eltast við smáatriði. Því oftar en ekki er munur á þeim byggingarártölum sem gefin eru upp frekar lítill, skeikar kannski 5 árum. Og það er e.t.v. ekki svo stórvægilegur munur þegar í hlut eiga hús sem komin eru fleiri áratugi á annað hundraðið í aldri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 491
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 323
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Arnór.
Ég hef dolfallin skoðað húsaupplýsingarnar hjá þér, þú ert greinilega með mikla þekkingu í þessum málum. Er nokkur möguleiki á að fá að spyrja þig álits á húsinu sem ég bý í? Mig hefur alltaf langað til að vita hverslags húsastíl húsið mitt tilheyrir, og sama má segja um gluggatýpuna.. en ég veit ekki hvar er best að leita að slíkum upplýsingum.
Ef þú hefur tíma þá er netfangið mitt aldabjorg (hjá) hotmail (punktur) com
Alda Lárusdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 21:18
Þakka kærlega hrósið, Alda, maður er bara hálf upp með sér . En jú ég ætti að geta "greint" húsið þitt ef ég sé mynd af því en ég er svosem enginn sérfræðingur á því sviði- þ.e. þessi skrif mín hér byggjast á hreinni áhugamennsku. En ég get að sjálfsögðu reynt. Mitt póstfang er hallmundsson@gmail.com.
Arnór Bliki Hallmundsson, 21.11.2010 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.