Hús dagsins: Aðalstræti 36

pa230007.jpg

Aðalstræti 36 var reist af manni að nafni Geir Vigfússon árið 1877 en húsið reisti hann á rústum torfbæjar sem hann hafði reist um tuttugu árum fyrr. Þeir hafa verið nokkuð samtíða í því, nágrannarnir Geir og Davíð í Aðalstræti 34, því hann reif einnig torfbæinn sinn og reisti veglegt timburhús í staðinn sama ár, 1877. (Hugsanlega hefur ríkt góðæri þarna- allavega endaði árið á lukkutölunni 7 eins og alræmt góðærisár nokkrum mannsöldrum síðar Smile ) En nóg um það. Aðalstræti 36 er einlyft, látlaust timburhús með portbyggðu risi, klætt einskonar járni eða álklæðningu- en aftur úr gengur einlyft viðbygging með lágu risi. Hún er líkast til síðari tíma viðbót. Gluggum hefur verið breytt og eru í þeim einfaldir póstar en hafa líkast til verið sexrúðu eða krosspóstar í upphafi. Húsið er einbýli eftir því sem ég best veit og var í áratugi í eigu sömu fjölskyldu, afkomenda Geirs. Ein þeirra var alþýðulistakonan Elísabet Geirmundsdóttir (1915-1959) en eftir hana liggja mörg málverk, skrautmunir og styttur.

Þessi mynd er tekin  23.október 2010 og skartar snjóföl og nánast grænum trjám og gróðri. Haustið hér fyrir norðan var nefnilega með eindæmum gott og trén þurftu ekkert að flýta sér að gulna. Nánast ekkert var um stórrigningar eða hret og vind hreyfði lítið þ.a. laufin héldust lengi á trjánum. Í fleiri vikur september- október var sólskin í hitinn í tveggja stafa tölum. Svo kom veturinn bara alltíeinu í kringum 20.okt og aðra helgi í nóvember kom svo fyrsti stórhríðar- og ófærðarhvellurinn. Nú hefur haldist snjóalag samfleytt frá októberlokum - og er það orðið sjaldgæft. Og vel gæti ég trúað að jólin yrðu hvít. En það má nánast segja að ekkert haust hafi komið hér norðan heiða- bara sumar langt fram í október og svo veturinn svo beint í framhaldinu af fullum þunga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband