Gömul brú að landi skríður...!?

Margir þekkja eflaust dægurlagið sígilda  með Náttúrubörnum, Vetrarnótt. Lagið og textinnp8090017.jpg er eftir Ágúst Atlason og kom út um 1970.  En í viðlaginu segir "Fögrum skrúða landið skrýðist  / slíkum vetrarnóttum á"  Þegar ég heyrði þetta lag fyrst heyrðist mér endilega eins og í textanum segði : "Gömul brú að landi skríður / slíkum vetrarnóttum á". (Hvernig svosem stóð á því að  brúin skriði Woundering.) Þennan texta læt ég fylgja með þessari mynd af einni af fyrstu steinbrúm yfir Eyjafjarðará en hún var reist 1923 og er ein af þrennum sem brúa óshólma Eyjafjarðarár sunnan Flugvallar (sem auðvitað kom löngu seinna)  og þóttu mikið stórvirki og samgöngubót. Brýr þessar voru hluti af Þjóðvegi 1 til ársins 1986 er Leiruvegur var opnaður en nú er þessi vegur sem kallast Þverbrautin notuð sem göngu- og reiðleið. Ég var þarna á ferðinni á hjóli þegar ég smellti þessari mynd af á góðviðrisdegi sl. sumar (9.ágúst). En brúm yfir Eyjafjarðará hef ég áður gert skil, sjá hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Ég gat reyndar með miklum pælingum fundið út hvernig brúin gat skriðið að landi á vetrarnóttum:  Það er ef vatn seytlar inní sprungur og steypan frostspringur og þenst út þannig að brúin skríður einhverja millimetra í bakkana. En talsvert ólíklegt að slíkt yrði gert að yrkisefni í tiltölulega rómantísku ljóði...

Arnór Bliki Hallmundsson, 5.12.2010 kl. 18:35

2 identicon

Þú ert snillingur Nóri!

Mummi (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 11:25

3 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Takk sömuleiðis

Arnór Bliki Hallmundsson, 8.12.2010 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband