Fyrir og eftir; 6 mánuðum síðar

p6190097.jpg  pc210028.jpg

Hafnarstræti 86a hefur fengið stórglæsilega yfirhalningu á níræðis afmælisári sínu, en húsið var reist 1920 af Jóhanni Ragúels. Myndirnar eru teknar með 185 daga millibili; 19.6. og 21.12. 2010. 

Að kvöldi 19.júní sl. var ég á ferðinni með myndavélina og smellti þá myndum af Hafnarstræti 86a (90) og Brekkugötu 5 (102). Þá stóðu yfir viðgerðir á báðum húsunum, annað húsið var í mjög slæmu ástandi, hafði verið yfirgefið í nokkur ár og hafði m.a. orðið fyrir tjóni af völdum vatnsleka. Nú, sex mánuðum síðar datt mér í hug að mynda sömu hús og sjá árangurinn. Að utan virðist Hafnarstræti 86a vera nánast fullklárað en eftir er að byggja það upp að innan. Rifnar voru stigabygging að aftan og óhrjálegur skúr á norðurhlið en byggðar glæsilegar svalir til suðurs. Á Brekkugötu 5 er komin ný borðaklæðning og nýir gluggar og efri hæðir virðast hýsa skrifstofur. Í báðum tilfellum hefur viðgerð húsanna tekist með sannkölluðum glæsibrag og þessi tvö hús til mikillar prýði sem aldrei fyrr.

p6190089.jpg  pc210027.jpg

Brekkugata 5, byggt 1908, í miðri yfirhalningu 19.júní og eftir viðgerðir 21.desember 2010.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þessi meðferð gamalla húsa er til mikils sóma fyrir Akureyringa.

Ég nota tækifærið og þakka þér fyrir árið og óska þér og þínum gleði á jólum.

Ragnheiður , 21.12.2010 kl. 21:36

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Takk sömuleiðis  og gleðileg jólin

Þakka einnig regluleg innlit og "kommenta"skrif.

Arnór Bliki Hallmundsson, 22.12.2010 kl. 13:59

3 identicon

Sæll frændi, þetta eru afskaplega falleg hús.

Þú ættir að sjá Laugaveg 4 og 6! Þar hefur orðið ótrúleg breyting.

Gleðileg jól og sjáumst á nýju ári.

Kær kveðja frá Möggu á Brávöllum

Margrét Harðardóttir (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 16:52

4 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæl og blessuð, Magga, og takk fyrir kveðjurnar  . Kíki  örugglega á Laugaveg 4 og 6 næst þegar maður á leið suður. Enda er það einn af föstum liðum í suðurferðum að kíkja á Laugaveg.

Gleðileg jólin og farsælt nýtt ár

Kveðja að norðan, Arnór.

Arnór Bliki Hallmundsson, 23.12.2010 kl. 16:01

5 Smámynd: Ragnheiður

Já kíktu endilega á Laugaveginn, alveg heillandi hús.

Ragnheiður , 27.12.2010 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband