Hús dagsins: Aðalstræti 74

Aðalstræti 74 eru í raun tvö sambyggð hús.  Er þetta timburhús á lágum steinkjallara. Suðurhlutinn er einlyftur með PA230004háu risi og snýr N-S en norðurhlutinn er tvílyftur með lágu risi og snýr A-V. Flatur kvistur í kverkinni milli álmanna er sennilega seinni tíma viðbót. Þá gengur einlyft skúrbygging suður úr húsinu. En húsið reistu þeir Jón Sigurðsson (syðri hlutann) og Tryggvi Gunnarsson (nyrðri hlutann). Syðra húsið var reist 1857 en nyrðra húsið gæti verið eitthvað yngra. Skafti Jósepsson eignaðist allt húsið fyrir 1875 og rak prentsmiðju í syðri hlutanum og bjó í þeim nyrðri. Var húsið lengi vel kallað Skaftahús eftir honum. Þarna gaf hann út m.a.  blaðið Norðling á 8. og 9. áratug 19.aldar. Margir hafa búið í þessu þessa hálfu öðru öld. Þar á meðal Tryggvi Emilsson rithöfundur mun t.d. hafa búið þarna um 1920-30 við þröngan kost- enda voru bjuggu tvær fjölskyldur á efri hæðinni einni. Nú er húsið líkast til parhús. Á framhliðinni má sjá þrjár mismunandi gerðir gluggapósta- þverpósta á suðurhluta og T-pósta á norðurhluta og sexrúðupóstur er á kvisti. Þessi mynd er tekin 23.okt 2010.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband