21.2.2011 | 20:55
Ólík systurfjöll
Dyngjur og stapar eru fjöll sem ekki finnast á mörgum stöðum í heiminum en Ísland er einn þeirra. Oft þykir mér full djúpt tekið í árinni í fullyrðingum um það hvað allt er einstakt hér og finnist hvergi annars staðar í heiminum- það er sjaldnast staðreyndin en hins vegar er margt hér sem er sjaldgæft og sumt algjörlega einstakt. En ég er á því að hinar mörgu íslensku náttúruperlur séu alveg nógu glæsilegar, hvort sem til eru svipuð fyrirbæri annars staðar í heiminum eða ekki. En að dyngjum og stöpum. Dyngjur eru fjöll sem líta út eins og undirskálar á hvolfi, aflíðandi og hringlaga. Þær eru því oft ansi drjúgar að flatarmáli því þær eru ekkert endilega mjög lágar. Og fá fjöll eru eins auðveld uppgöngu- eðlilega. Ein þekktasta dyngjan er líklega Skjaldbreið(ur) (1060m) sunnan Langjökuls en aðrar dyngjur eru t.d. Ok (1141m) á Kaldadal og Trölladyngja(um 1500m) sunnan við Vatnajökul- en það mun hæsta dyngja landsins. Dyngjan sem sést hér til hliðar- örlítið vinstra megin við miðju- heitir Kollóttadyngja og er 1180 m y.s. Stapar kallast fjöll sem eru nær hringlaga en með þéttingsbröttum skriðurunnum hlíðum og klettabelti efst en flatir að ofan- en oft er lítill strýtukollur fyrir miðju. Löguninni mætti líkja við skál á hvolfi eða þykka rjómatertu (hnallþóru) eða hringborð sbr. enska heitið"table mountain". Stapar eru ólíkt erfiðari uppgöngu en dyngjur og oftar en ekki er eina færa gönguleiðin á stapa bundin við skorninga eða vik í hamrastálinu- og oft er það ógurlegt brölt sem jafnvel krefst klifurbúnaðar. Nágranni Kollóttudyngju er einn þekktasti stapinn á landinu, Herðubreið (1682m). Þegar að er gáð má sjá að ekki virðist óalgengt að stapi og dyngja séu í nágrenni hvort við annað. Skammt frá Skjaldbreið er stapinn Hlöðufell(1188m) , og risastapinn Þórisjökull(1350m) er skammt frá Okinu. Kistufell (um 1400m) nefnist stapi undir Vatnajökli í nágrenni Trölladyngju. En dyngjur og stapar eru að upplagi "sömu" fjöllin. Bíddu nú við , hvernig getur það staðist? Þessi fjöll eru eins ólík og gömul Lada og Range Rover. Jú. Dyngjur verða til við dyngjugos, sem eru löng, basísk hraungos sem hlaða dyngjunum upp. Almennt mun talið að dyngjur myndist í einu gosi. En þegar dyngjugos verður undir jökli getur hraunið hvergi runnið heldur hleðst upp þar til það nær uppúr jöklinum. Að lokum nær hraunið á yfirborðið og ef það stendur einhvern tíma eftir það getur hlaðist upp dyngja ofar yfirborði jökulsins. Þegar jökullinn hopar stendur svo stapin eftir og brúnirnar sem náðu yfir jökulinn hrynjaog mynda hlíðarnar. Þannig að dyngja og stapi er faktíst sama fyrirbærið- nema stapinn varð til undir jökli. Nú má ímynda sér hvers konar ógurlegur fyrirgangur hefur verið við myndun stapanna. Stór dyngjugos brjóta sér væntanlega ekki leið gegn um 1000metra jökulstál þegjandi og hljóðalaust, gígantískt magn af ís bráðnar og gjóskan í kjölfarið heldur varla neitt smáræði. Það hefði allavega orðið örðugt um þotuflug þegar gosin sem mynduðu t.d. Herðubreið eða Eiríksjökul stóðu yfir.
Myndin af Kollóttudyngju og nágrenni hennar er tekin 16.ágúst 2003 ofan af Herðubreið en myndin af Herðubreið er tekin 24.júlí 2010 úr Herðubreiðarlindum. Eru þær teknar á tvær ólíkar vélar, sú eldri á 4 megapíxla Trust en sú nýrri á 6 megapíxla Olympus FE120.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 436887
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 324
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.