Hús dagsins: Fleiri býli í Glerárþorpi

Fyrir þremur vikum, 13.febrúar sl. brá ég mér út að viðra myndavélina en einnig á sýninguna Vetrarsport 2011. Á leið minni um Glerárþorp myndaði ég nokkur gömul bæjarhús í hverfinu. Ekki er um samfellda gamla byggð eða götumyndir að ræða í Glerárþorpi, líkt og í eldri hverfunum þar sem heilu og hálfu göturnar eru margar vel yfir aldargamlar. Glerárþorpið er frekar ung byggð en eldri hús eru á víð og dreif enda eru þar um að ræða gömul býli. Í síðustu færslu birti ég myndir af nokkrum bæjum í Glerárþorpi og hér koma enn fleiri:

p2130042.jpgÁsbyrgi heitir þetta hús og stendur við Skarðshlíð 42. Húsið stendur á hól við ofanverða Skarðshlíð, beint á móti Þórssvæðinu. Húsið er steinsteypt, undir nokkrum áhrifum frá fúnkísstíl og byggingarár er 1945.

 

 

 

 

 

 

 

Árnes p2130111.jpgstendur við Höfðahlíð 3 og er húsið steinsteypt, byggt 1940. Húsið er undir greinilegum áhrifum frá fúnkísstíl, sbr. hornglugga. Ég gæti trúað að upprunalega hafi húsið verið einlyft með valmaþaki, en efri hæðin byggð ofaná seinna. 

 

 

 

 

 

Nú verð ég að leita til ykkar, lesendur góðir, því ég hef ekki hugmynd um nafnið á þessu húsi. Ef einhver þekkir deili á þessu býli þá eru þær upplýsingar vel þegnar. En þetta hús stendur neðst við Höfðahlíð, rétt vestan við N1 vegasjoppuna (Veganesti) við Hörgárbraut. Þetta er einlyft steinhús með lágu risi á kjallara, byggingarár gæti ég trúað að væri um 1920-30. ATHS: 17.4.: Mér hefur verið bent á að nafnið á húsinu sé líkast til Sólheimar og læt ég það standa hér. Þakka Víði Benediktssyni kærlega fyrir ábendinguna.

p2130041.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Þakka þér fyrir þetta framtak að fjalla um húsin hér í bænum. Þetta er bæði fróðlegt og skemmtilegt

Bestu kveðjur

BG

Benedikt Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 15:47

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Þakka innlitið og hólið.  Ég reyni mitt besta og ánægjulegt ef einhver hefur gagn af og gaman. =)

Kveðja, Arnór.

Arnór Bliki Hallmundsson, 16.3.2011 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 40
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 511
  • Frá upphafi: 436866

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 330
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband