Hús dagsins: Norðurgata 16

P3120025Sveinbjörn Jónsson hefur nokkuð oft komið fyrir í pistlunum hér á síðunni, en hann teiknaði og byggði ótal hús á Akureyri og víðar á 3. og 4.áratug 20.aldar. Norðurgata 16, sem hér sést á myndinni til hliðar, er eitt þeirra en húsið byggðu þeir Jóhann Þórðarson og Aðalsteinn Sigurðsson árið 1926 eftir teikningum Sveinbjarnar. Húsið er tvílyft, steinsteypt parhús með háu söðulþaki á  kjallara og telur þannig alls fjórar hæðir þegar kjallari og ris er talin með. Norðurgata 16 hefur líkast til verið með stærstu húsum á Eyrinni þegar það var reist, en stærri eru fjölbýlishús við Gránufélagsgötu 39-41 sem byggð voru fáeinum árum síðar. Frá upphafi hefur húsið skipst í tvo eignarhluta, austur og vestur og nú eru alls fjórar íbúðir í húsinu, tvær í hvorum hluta. Þessi mynd er tekin 12.mars 2011.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband