Hús dagsins: Lundargata 8

Þannig er mál með vexti að ég hef átt tvær stafrænar myndavélar í gegn um tíðina, þá fyrri átti ég frá 2003-06. Ég er með myndasöfnin úr hvorri vél aðskilin, enda var það allt annað "sýstem" að ná myndum úr gömlu vélinni. En við skoðun á myndasafninu úr gömlu vélinni rakst ég á eina húsamynd sem ég hef ekki birt hér. lundargata 8

Húsið á myndinni er númer 8 við Lundargötu og stendur á horni götunnar og Gránufélagsgötu. Húsið var byggt árið 1898 af þeim Jóhanni Ólafssyni og Sigurði Kristjánssyni og hefur líkast til verið parhús frá upphafi. Lundargata 8 er einlyft timburhús á steinkjallara með portbyggðu risi og stórum miðjukvisti og er húsinu skipt í miðju þ.a. að hvor eignarhlutur fær helmingin af kvistinum. Í norðurhluta var lengi vel sérstök íbúð á loftinu. Húsið er næsta lítið breytt frá upphafi a.m.k. að utan, enn eru krosspóstar og líklega eru forstofubyggingar á göflum einnig frá upphafi. Klæðning er svokallað rósajárn eða steinblikk, zinkblönduklæðning sem líkir eftir múrhleðslu. Er þessi klæðning mjög algeng á eldri timburhúsum á Akureyri en næsta sjaldgæf annars staðar- enda var aðeins einn maður sem flutti þetta inn og hann var búsettur hér. Nánar tiltekið, var maður þessi búsettur hinu megin við þetta horn í Lundargötu 10 og hét Gunnar Guðlaugsson. Margir hafa átt heima í húsinu þessa rúmu öld. Um áratugaskeið bjó hér kona að nafni Anína Á. Arinbjarnardóttir ásamt syni sínum, Arinbirni Guðmundssyni, sjómanni og starfsmanni ÚA lengi vel. Arinbjörn lést 1988 og var einn hinna fyrstu Þórsara, nánar tiltekið stofnfélagi nr. 18. (Það er kannski ekki tilviljun, að húsið hefur lengi vel verið hvítt og rautt wink). Lóðin norðan megin gekk lengi vel undir nafninu Anínublettur, eftir húsfrúnni. Þrátt fyrir að vera lítið breytt frá upphafi er húsið í góðri hirðu, m.a. með nýjum gluggum og báðir eignarhlutar hafa tiltölulega nýlega verið teknir í gegn að innan. Þessi mynd er tekin þann 21.janúar 2005.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband