Hús dagsins: Strandgata 19

p6220124.jpgStrandgötu 19 reisti Norðmaðurinn  Johan Jacobsen árið 1886. Ég hef tekið eftir því, í grúski mínu um byggingasögu Akureyrar að það eru raunar ótrúlega mörg hús sem voru byggð 1886 og merkilegt nokk- standa ennþá! Fá hús, sem enn standa, virðast hafa verið byggð 1880-'85 og svo áratuginn '87-'95 en mikill kippur verður í byggingum eftir 1895, t.d. eru óhemju mörg hús byggð 1898. Hægt er að leika sér að ýmsum kenningum varðandi þetta; 1886 var kannski einhvers konar "2007" þess tíma, góðæri; mikið byggt og rífandi uppgangur. En 1887 var hins vegar alræmt harðindaár sbr. að aldrei fluttu fleiri Íslendingar til Vesturheims en einmitt það ár!  Svo er annað í þessu, í einhverjum tilvikum getur nefnilega skeikað fáeinum árum á uppgefnum byggingarártölum húsa frá þessum tíma.

Strandgata 19 er tvílyft timburhús með lágu risi á lágum steinkjallara. Upprunalega var húsið einlyft með háu risi en skömmu eftir 1900 var efri hæðin byggð. Þá hefur einnig einhverntíma verið byggt við húsið að aftan en þar er tvílyft bakbygging með skúrþaki. Neðri hæð hússins hefur verið verslunarhúsnæði mjög lengi en lengi vel rak maður að nafni Brynjólfur Stefánsson verslun þarna, Bröttuhlíð og var húsið kallað Brattahlíð lengi á eftir- eins og oft vill verða með nafntogaðar verslanir. En allskonar verslunarrekstur hefur verið í þessu húsi, þarna man ég eftir videóleigu, Videólandi um 1990 en frá 1998 hefur verið þarna handverks- og hönnunarverslanir, Gallerý Grúska lengi vel. Ein íbúð er á efri hæðinni. Þessi mynd er tekin skömmu eftir miðnætti 22.júní sl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband