Hús dagsins: Lundargata 12; Gamli Iðnskólinn

Húsið hér á myndinni, Lundargata 12 var reist árið 1927 af Iðnaðarmannafélagi Akureyrar sem skólahús fyrir Iðnskólann, en félagið stofnaði þann skóla 1905. P7090145Starfsemi hans lá hinsvegar niðri meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stóð en var endurvakin uppúr 1920 og einn af þeim sem fyrir því stóð var Sveinbjörn Jónsson byggingameistari. En hann teiknaði og stjórnaði byggingu skólahússins sem reist var úr r-steini, líkt og flestöll hús Sveinbjarnar. Húsið er einlyft með háu risi og miðjukvisti og virðist líkja dálítið eftir gömlum timburhúsum frá 18. og 19. öld (sjá t.d. Laxdalshús), þ.a. veggir tiltölulega lágir m.v. ris sem er bratt og mjög hátt.  Miðjukvistur hefur einhverntíma verið stækkaður niður á við og byggðar svalir framan á hann. En í húsinu voru 2 kennslustofur á neðri hæð, þaraf  önnur stór sem hægt var að loka í miðju og fá út tvær minni. Á efri hæð var svo teiknistofa ("dráttlist" stendur á teikningum Sveinbjarnar) og herbergi, líkast til kennaraherbergi. Iðnskólinn var þarna til húsa í 13 ár en 1940 fluttist hann í nýbyggt hús Gagnfræðaskólans. En sl. áratugi hefur húsið verið íbúðarhús og er nú einbýlishús. Það er í mjög góðu ásigkomulagi, hefur líkast til alla tíð verið vel við haldið og er mikil prýði í götumynd Lundargötunnar. Á húsið hefur verið settur skjöldur með söguágripi hússins. Þessi mynd er tekin sl. laugardag, 9.júlí 2011.

Heimildir: Friðrik Olgeirsson, Halldór Reynisson, Magnús Guðmundsson (1996). Byggingameistari í stein og stál. Saga Sveinbjarnar Jónssonar í Ofnasmiðjunni 1896-1982. Reykjavík: Fjölvi.

Steindór Steindórsson (1993) Akureyri, Höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband