Hús dagsins: Norðurgata 26

Norðurgata 26 er eitt af mörgum húsum sem Sveinbjörn Jónsson teiknaði en það er reist árið 1926.  P7310221En húsið er tvílyft steinsteypuhús með tiltölulega lágu risi eða söðulþaki og hefur frá upphafi verið skipt í tvær íbúðir, byggt fyrir tvær fjölskyldur af þeim Magnúsi Halldórssyni og Jóni Sigurðssyni. Ekki er því þó skipt þannig að hvor íbúð sé á sinni hæð heldur skiptist það í miðju og er hvor íbúð á tveimur hæðum í hvorum enda. Húsinu hefur lítið verið breytt frá upphafi a.m.k. að utanverðu; í vesturenda eru upprunalegir gluggapóstar með einföldum glerjum sem gefa húsinu ákveðinn svip en skipt hefur verið um pósta í austurhluta. Hár skorsteinn er einnig áberandi- en þegar kynt var með kolum eða mó gat verið ágætt að hafa skorsteina í hærra lagi til að beina reyk hærra upp.  Annars er Norðurgata 26 nokkuð látlaust og einfalt að gerð og fellur vel inní götumynd Norðurgötu. Þessi mynd er tekin að kvöldi 31.júlí sl. farið er að halla sumri og tekið að rökkva á kvöldin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband