Hús dagsins: Fjósið, íþróttahús MA

Þessi pistill hefði raunar átt að koma í beinu framhaldi af þessum hér sem birtist fyrir einu og hálfu ári síðan nánast uppá dag.P8090251 En á lóð Menntaskólans standa þessi tvö rúmlega aldargömlu timburhús, Gamli Skóli fremst, háreist og glæsilega bygging eitt stærsta timburhús Akureyrar. Þetta hér er öllu minna og látlausara og er kallað Fjósið. Húsið stendur á bakvið Gamla Skóla og er þar hálfpartinn í felum. Fjósið var reist árið 1905 sem leikfimihús fyrir Menntaskólann (eða Gagnfræðaskólann eins og hann var þá) en þá var upprunalega var húsið einn stór geymir. Árið 1910-12 var byggt við húsið tvílyft fordyri, sem og útbygging sunnantil, einlyft með risi. Í suðurbyggingunni voru salernisklefar en einnig rými fyrir kýr en þær sáu mötuneyti skólans fyrir mjólk, og þaðan kemur viðurnefnið Fjósið. Þannig var húsið raunar ekki fjós upprunalega heldur leikfimihús frá upphafi. Tvisvar hefur húsið verið tekið algjörlega í gegn 1944 og 1979 en í seinna skiptið fékk húsið það lag að innan sem það hefur enn. Síðast var byggt við húsið árið 1985 en það var einlyft bakbygging með skúrþaki. Upprunalega var þar vélageymsla en 2003 var þar innréttaður líkamsræktarsalur. Fjósið er þannig fjórar álmur, ein tvílyft með lágu risi (íþróttasalur) sem snýr N-S með jafnhárri forstofubyggingu til austurs. Suðurálman (búningsklefar) er einlyft með háu risi en einnig er einlyft bakbygging með skúrþaki vestan við. Húsið er bárujárnsklætt timburhús og hefur örlítil einkenni Sveitserhúsa, þó ekki fari mikið fyrir skrauti- en sperrutær eru útskornar. Þrátt fyrir að salur þessa 106ára húss sé örlítill miðað við nýmóðins íþróttahús eru enn kenndar íþróttir í  Fjósinu- og verður eflaust enn um ókomin ár. Þessi mynd er tekin 9.ágúst 2011.

Heimildir: Saga Menntaskólans á Akureyri, 4.bindi. (2008) Ritstj. Jón Hjaltason. Akureyri: Völuspá í samvinnu við Menntaskólan á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 505
  • Frá upphafi: 436900

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 337
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband