Siglufjörður fyrir réttu ári, aldeilis ekki hvítt.

Ég hef oft gaman af því að skoða veðurfar milli sömu eða svipaðra dagsetninga. Október er einmitt mjög skemmtilegur mánuður hvað það varðar, en hann getur boðið uppá allt "gallerýið" af íslenskum veðrum, stundum getur verið sól og 2ja stafa hitatölur  en einnig miklar stórhríðir og frost. Þessar myndir eru teknar á Siglufirði fyrir nákvæmlega 52 vikum, sunnudaginn 10.október í fyrra (10.10.´10) - og þá var sko alls ekki hvít jörð, heldur sól og heiðskírt og hvort að hitinn var ekki 10-12°C. Allavega var maður á skyrtunni

PA100052  PA100051 

Efri myndirnar tvær eru teknar við útskot skammt neðan gangnamunna Héðinsfjarðarganga og horft yfir á Siglufjörð. Og eins og glögglega má sjá á undirrituðum á vinstri myndinni, þá var "skyrtuveður" þennan dag. Neðri myndin er tekin hinu megin við fjörðinn, rétt ofan við bæinn. Tindarnir tveir á miðri mynd heita Staðarhólsfjall og Hestskarðshnjúkur, sá síðarnefndi um 850m en sá fyrrnefndi eilítið lægri.

PA100037


mbl.is Hvít jörð í Siglufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir myndir Arnór.

Gunnar Rögnvaldsson, 9.10.2011 kl. 20:15

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Ekkert mál, þakka innlitið.   Kveðja, Arnór.

Arnór Bliki Hallmundsson, 9.10.2011 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband