Vetrarsólstöður

Í dag er myrkrið mest, eða alltént stendur lengst en þó dregur úr því frá og með morgundeginum, Þorláksmessu. Hvort að dagurinn lengist ekki um ca. 30 sekúndur eða mínútu á dag þ.a. næsta nótt verður eilítið styttri en sú síðasta.  En það fer varla að finnast fyrir lengingu dags fyrr en um miðjan janúar og strax í febrúar er það orðið greinilegt að sólin er komin hærra á loft; mánaðamótin febrúar/mars er orðið bjart um sjöleytið á morgnana og dimmir rétt fyrir kvöldmatarleyti. En það er misskilningur að tengja lengingu dags við vorkomu, því eftir vetrarsólstöður byrjar veturinn fyrst fyrir alvöru. Daginn er búið að lengja í rúma þrjá mánuði áður en fer að vora að ráði. Verstu veðrin og mesti kuldinn er nefnilega oftar en ekki í janúar og febrúar.

Ps. Ef ég skrifa ekkert hérna fyrir aðfangadag, þá óska ég ykkur öllum nær og fjær gleðilegra jóla og góðs nýs árs  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er langt til vorsins og við eigum eftir að þreyja Þorrann með tilheyrandi veðurafbrigðum. Takk fyrir fróðlega pistla, get vonandi nýtt mér göngulýsingarnar í sumar. Sjáumst vonandi fyrsta dag janúar. Þangað til gleðileg jól og hafðu það sem best.

 Kær kveðja frá Brávöllum

margrét harðardóttir (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 09:08

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Takk sömuleiðis, fyrir innlitið og athugasemdir. Frábært að vita að þessir pistlar séu til einhvers gagns og gamans. (Það er auðvitað möguleiki að prenta gatnapistilinn út og labba með hann um bæinn  ) Það rétt með Þorran, það eru bæði hann og Góa eftir áður en veturinn fer að láta eitthvað undan. En takk sömuleiðis, gleðileg jólin og hafðu sem best um jólin og árið um kring .

Jólakveðja frá Grenivöllum, Arnór.

Arnór Bliki Hallmundsson, 24.12.2011 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 385
  • Frá upphafi: 436918

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 275
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband