Hús dagsins: Tungusíða 1; Grænahlíð

Fyrsta Hús dagsinsá árinu 2012 stendur hátt í Glerárþorpi nánar tiltekið í Síðuhverfi.P1010044 En til glöggvunar fyrir þá sem ekki vita skiptist Akureyri norðan við Glerá (Glerárþorp eða einfaldlega "Þorpið")  í fjögur hverfi, Holtahverfi sem er neðst afmarkast af Hörgárbraut og nær að höfðanum ofan Sandgerðisbótar og Óseyrar. Hlíðahverfi er á milli tveggja umferðargatna Hlíðarbrautar og Hörgárbrautar. Flest gömlu býlanna í Glerárþorpi eru þessum tveimur hverfum. Síðuhverfi er efst og nyrst, ofan Hlíðarbrautar og norðan Borgarbrautar, en sunnan við hana er Giljahverfi.  

En húsið á myndinni er  gamalt smábýli og heitir Grænahlíð en stendur nú við Tungusíðu 1.  Grænahlíð er byggð 1945 og er elsta húsið í Síðuhverfi en hverfið er að mestu byggt á bilinu 1975-85. Húsið er nokkuð dæmigert fyrir einbýlishús þess tíma, einlyft með nær ferningslaga grunnfleti (þetta hús er reyndar í tveimur álmum, önnur lengri en hún er breið) og hálfgerðu valmaþaki. Húsið er undir greinilegum áhrifum frá Fúnkísstíl sbr. hornglugga t.h. á myndinni. Húsið er byggt úr steypu- en gæti mögulega verið byggt úr r-steini, en hann var vinsælt byggingarefni á þessum tíma og var íslensk - nánar tiltekið Akureyrsk uppfinning! Þetta hús var ekki í sem bestu standi fyrir rúmum áratug- gott ef það stóð ekki autt einhver ár. En nú hefur það hlotið gagngerar endurbætur bæði utan sem innan og er hið glæsilegasta að sjá. Eins og oft er með gömul býli þá fylgir víðlend lóð og hefur einnig vel tekist til við nýtingu hennar. Þessa mynd tók ég í  nýjárssólinni -sem reyndar faldi sig bakvið skýjabakka mikla- í fyrradag 1.1.2012.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Mjög skemtileg færsla hjá þér. Gleðilegt nýár.

Víðir Benediktsson, 6.1.2012 kl. 22:30

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Takk fyrir það. Gleðilegt nýtt ár.

Arnór Bliki Hallmundsson, 9.1.2012 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 516
  • Frá upphafi: 436911

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 347
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband