Vetrarmorgunn á Eyrinni

Í morgun, uppúr klukkan 11, brá ég mér út að "viðra myndavélina" eins og ég kalla. Tók ég strikið suður eftir Oddeyrinni og m.a. myndaði nokkur hús sem fá að bíða birtingar og umfjöllunar hér á síðunni. En sólin var að dragnast upp, hún hefur nú hækkað sl. 3 vikur en dagurinn er þó stuttur og verður enn um sinn. En morgunskíman er frábær til myndatöku og hér eru nokkrar svipmyndir.

P1150055

Hlíðarfjall, baðað morgunsól. Brekkan og efri hluti Strandgötunnar í forgrunni.

P1150062

 Hjalteyrargata, horft norður götuna. Gatan skilur á milli iðnaðarhverfisins á neðri (eystri) hluta Oddeyrarinnar og íbúðarbyggðar á efri hlutanum. Hún tengist Strandgötu og liggur samsíða þvergötunum Hríseyjargötu, Grundargötu, Norðurgötu og Lundargötu.

P1150065

Snjóruðningar bjóða uppá skemmtilega möguleika á sjónarhornum sem annars eru ekki fyrir hendi. Þessi mynd er tekin uppi á snjóruðningi við Hagkaup. Þarna er horft til norðurs yfir Hjalteyrargötuna og er þetta fjallgarðurinn norðan við Hörgárdal, og athafnasvæði Slippsins í forgrunni. Fjallgarðurinn er um 900-1000m y.s. Ekki þekki ég nöfn allra hnjúkanna, held að Staðarhnjúkur sé annar frá vinstri. Það sést síðan glitta í Sólarfjall lengst til hægri en líklega er Hvammsfjall þar við hliðina.

P1150058

Hér horfum við síðan fram Eyjafjarðarsveitina, sólin gægist uppfyrir Garðarsárdalinn. Fjöllin sitt hvoru megin eru kennd við sveitirnar þar undir; Kaupangssveitarfjall til vinstri og Staðarbyggðarfjall til hægra. Nokkrir krummar voru á ferli þarna við Strandgötuna og einn flaug inn á miðja mynd hjá mér- svona til að kóróna þetta allt saman.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 20
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 511
  • Frá upphafi: 436906

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 342
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband