Hús dagsins : Ránargata 13 (áður Hafnarstræti 107).

Ránargata er ein af önnur þvergatnanna sem gengur norður frá Eiðsvallagötu á Eyrinni. P1150050Liggur hún samsíða og vestan við Ægisgötu en austan við hana er Norðurgata. Ránargata tók að byggjast uppúr 1930 en flest húsin við hana byggð á fimmta og sjötta áratugnum. Húsin eru flest nokkuð svipuð, tveggja hæða steinsteypt hús með lágum valmaþökum. En hús nr. 13, sem stendur á horninu við Eyrarveg sker sig dálítið úr. Það er stórt einlyft timburhús með portbyggðu risi og miðjukvisti, járnklætt á steyptum kjallara. En þetta hús var reist 1897 af Júlíusi Sigurðssyni bankastjóra og stóð fyrstu 40 árin við Hafnarstræti 107. Meðan húsið stóð þar var þarna m.a. útibú Landsbankans frá 1904-1931 og mikill trjágarður og tún í brekkunni á bakvið hús. Kona Júlíusar, Ragnheiður Benediktsdóttir (systir Einars Ben)  átti fjós og dálítið tún í brekkunum bak við húsið og stundaði þar myndar búskap. Það þótti dálítið sérstakt að konan sæi alfarið um búskapinn. (Tún Ragnheiðar fyrir ofan Hafnarstræti 107 munu hafa verið þar sem nú er byggð við Bjarmastíg og Oddeyrargötu). En árið 1953 var húsið selt til niðurrifs þeim Árna Stefáni Jakobssyni og Jóni H. Þorvaldssyni. En í stað þess að rífa það fluttu þeir það hingað í Ránargötu og skiptu í tvíbýli. Jón seldi fljótlega sinn hluta en Árni bjó þarna áfram. Húsið er lítið breytt að utan frá því að það var reist í Hafnarstræti en glugga- og dyraskipan er þó sennilega frábrugðin því sem var í upphafi. Húsið er í góðu ástandi og til mikillar prýði í götumyndinni. Nú eru að ég held þrjár íbúðir í húsinu- ein í risi og tvær á hæð. Þessi mynd er tekin 15.janúar 2012.

Heimildir: Jón Hjaltason (2004) Saga Akureyrar 4.bindi: Vályndir tímar. Akureyrarbær.

Steindór Steindórsson (1993) Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 483
  • Frá upphafi: 436838

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 309
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband