29.2.2012 | 20:53
Hús dagsins: Gránufélagsgata 27
Um þetta hús get ég fjallað dálítið ítarlegar en mörg önnur- en ég bjó í þessu húsi frá maílokum 1997 til vordaga 1999. En Gránufélagsgötu 27 byggði maður að nafni Jóhannes Júlíníusson árið 1926 eftir teikningu Magnúsar Bjarnasonar. Húsið er tvílyft steinsteypuhús með háu risi og mjórri stigabyggingu að aftan. Aftantil er einnig kassalaga kvistur, sennilega seinni tíma viðbót. (Ég veit fyrir víst að í útveggjum er reiðingur- en það sá ég þegar borað var fyrir eldhúsviftu 1998.) Í upphafi mun hafa verið verkstæði á neðri hæð en íbúð á efri hæð og risi. Nú eru tvær íbúðir í húsinu ein á neðri hæð og önnur á hæð og risi. Neðri hæð skiptist í stofu og herbergi, lítið hol á stofu og herbergis þar sem gengið er í eldhús en forstofa neðri hæðar er tvískipt fyrst lítil undir stigahúsi efri hæðar og svo forstofugangur þar sem gengið er inná baðherbergi og stofu og inní þvottahús sem er sameiginlegt með efri hæð. Ég flutti inn í þá íbúð að kvöldi 31.maí 1997, þá tæplega 12 ára. Hafði verið búsettur í Eyjafjarðarsveit fram að því og leist bara hreint ekki á það að flytja í bæinn. En það var nú fljótt að venjast- þegar ég hóf að fara í göngutúra um hverfið að Pollinum um Miðbæinn og skömmu seinna byrjaði ég í Skólagörðunum. Þetta sumar 1997 var einstaklega sólríkt og varð það mitt helsta tómstundagaman að ganga um bæinn, Eyrina, Miðbæinn og jafnvel inní Innbæ. En örstutt frá þessu húsi er staðsett ein stofnun sem ég "uppgötvaði" fljótt og átti eftir að verða mér mikið athvarf- nefnilega Amtsbókasafnið. Þess má geta að ég hef alla tíð síðan sótt það reglulega. Þar komst ég í bækurnar um Oddeyrina og seinna Innbæinn og það gerði göngutúrana um þessa bæjarhluta enn meira spennandi. Að geta tengt gömlu húsin við ártöl og nafngreinda menn sem byggðu þau og bjuggu þar- og í sumum voru jafnvel ýmsir merkismenn fæddir! Þarna má segja að áhuginn fyrir gömlum húsum og byggingarsögu Akureyri byrji hjá mér! En aftur að húsinu sjálfu. Á efri hæð er stofa, en voru áður tvær og stórt eldhús, forstofa og bað og herbergi innaf forstofu (áður stofu) Hringstigi liggur uppí ris þar sem er langur gangur inní gluggalaust sjónvarpshol með herbergjum sitt hvoru megin og eitt herbergi er í kvisti- innaf gangi. Herbergjaskipan er nokkuð breytt á hæð frá upphafi- og raunar aðeins á síðustu 15 árum. 4.júlí 1998 stækkuðum við eldhúsið, söguðum vegg milli eldhúss og bókaherbergis sem þá var og í kjölfarið lokuðum við á milli stofanna og breyttum annarri í svefnherbergi. Húsið var komið á viðhald að utan þegar ég bjó þarna og seldum við það í því ástandi. Þakklæðning var farin að láta verulega á sjá. En árin 2005-10 var húsið allt tekið í gegn að utan, byrjað að skipta um þak haustið 2005. Þá kom í ljós að þakið hafði verið einangrað með gömlum netadræsum! En eins og sjá má á yngri mynd er húsið núna allt hið glæsilegasta og er þetta stórfínt hús að flestu leyti- góður andi í því. Myndirnar eru teknar 21.jan 2005 og 28.ágúst 2010.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 474
- Frá upphafi: 436829
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 303
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll
Sá mynd í Mbl. í dag. Þar var sýnt hvernig Drottingarbrautin á að líta út skv. deiliskipulagstillögu. Hvaða eru menn að hugsa? Vona að þetta nái aldrei fram að ganga!
Bestu kveðjur frá Brávöllum
Margrét Harðardóttir (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 14:26
Sæl Þetta er örugglega af svipuðum toga og síkisævintýrið í Miðbænum sem blessunarlega varð aldrei neitt úr. Allavega fer þetta ekki þegjandi og hljóðalaust í gegn sbr. þetta:
http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/frettir/niu-athugasemdir-vegna-drottningarbrautarreits
Mér finnst að það eigi ævinlega að stíga varlega til jarðar þegar skipulögð eru eldri og rótgróin svæði á borð þetta.
Arnór Bliki Hallmundsson, 10.3.2012 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.