Ekki er ég óskeikull

Það er ekki hlaupið að því að telja færslur eftir á- sérstaklega ekki þegar þær eru á annað hundrað. Allar talningar mínar á Húsum dagsins hingað til hef ég nefnilega gert handvirkt, þ.e. ég einfaldlega fer á stjórnborðið hjá  "skrolla" á tölvuskjánum og tel Hús dagsins færslurnar hjá mér. Um daginn birti ég pistil þess efnis að síðasti pistill hefði verið nr. 140 en það var aðeins skv. lauslegri talningu, byggð á fyrri pistlayfirlitum og talningu á stökum pistlum uppfrá yfirlitspistli. En við talsvert nákvæma yfirferð* mína á pistlunum mínum kom í ljós að mér hefur skeikað um þrjá pistla í talningunni og síðasti pistill er þannig númer 146, ekki 149 eins og ég taldi áður Blush. Biðst ég velvirðingar á þessu. Þessi staðreynd breytir þó í engu fyrirætlunum um 150.pistilinn- ég skutla bara inn þremur pistlum á milli. Og svo kunna einhverjir að spyrja mun ég hætta húsapistlunum eftir að pistill nr.150 er birtur. Við því er einfalt svar: Nei.

*Þessi nákvæma yfirferð fólst í möguleika sem mér hafði ekki hugkvæmst áður, þ.e.  að ég fór í "leita" og leitaði eftir öllum pistlum með samsetninguna "Hús dagsins:" (en allir húsapistlarnir hafa þessi tvö orð+tvípunkt í fyrirsögn). Afritaði svo listann og númeraði handvirkt allar færslur. ( Þetta yfirlit mun ég svo birta að loknum 150 pistlum)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband