Hús dagsins nr. 147: Hátún, Sólvangur og Glerárskóli eldri (Árholt).

Einhver kann að taka eftir því að hér eru þrenn hús nefnd undir einu númeri. En það kemur jú til af því að númerin eru á pistlunum, en einn pistill getur fjallað um fleiri en eitt hús. En í þessum þremur færslum sem eftir eru fram að 150.pistlinum ætla ég að taka fyrir nokkur býli í Glerárþorpi og færa mig upp eftir Höfðahlíðinni og taka beygjuna upp Háhlíðina og fylgja eftir Melgerðisásnum (oftast einfaldlega kallaður Ásinn) frá vestur til austurs. En 1. maí fór ég í myndatúr um þetta svæði- þótti orðið langt um liðið frá síðasta Þorpspistli.

En fyrsta húsið er Hátún. P5010018Það stendur við Höfðahlíð 4. Hátún er byggt 1926, einlyft steinsteypuhús með lágu risi á lágum kjallara. Alla tíð hefur húsið verið íbúðarhús og trúlega hafa einhverjar fleiri byggingar fylgt í upphafi (útihús e.t.v.) en það er þá allt löngu horfið. Gatan Áshlíð byggðist norður frá húsinu uppúr 1965. Húsið og allt umhverfi þess hefur verið tekið vel í gegn síðustu ár, byggt við að norðanverðu og einnig byggður stæðilegur bílskúr austan við. Allar hafa þessar endurbætur heppnast vel, húsið lítur vel út og til mikillar prýði í Höfðahlíðinni.

Höfðahlíðin tekur sveigju upp hjá Ásnum, P5010017að því að heita má samsíða Gleránni. Á gilbarminum ofan gömlu brúarinnar, á mótum Höfðahlíðar og Lönguhlíðar og Háhlíðar stendur Sólvangur. Er það steinsteypt hús frá 1944, undir áhrifum frá funkis-stíl. (Ekki tel ég þó útilokað að húsið sé byggt úr r-steini.) Það er með lágu skúrþaki og sennilega eru bílskúr á bakhlið og sólskáli á suðurhlið seinni tíma viðbyggingar. Sólvangur stendur á vel gróinni lóð, þarna eru mikil lerki- og birkitré áberandi og um hásumarið er húsið að heita má hálffalið undir lauf- og barrskrúði.

Beint á móti Sólvangi, uppi á hól undir Ásnum, við Háhlíð stendur Gamli GlerárskóliP5010016Það er einlyft steinsteypt bygging  með söðulþaki, byggð 1938. Var húsið byggt sem skólahús fyrir Glerárþorp en skólahald hafði þá verið um 30 ára skeið í Ósi við Sandgerðisbót. Þetta hús var ein allra stærsta og veglegasta bygging Glerárþorps á sínum tíma- en húsið var notað til skólahalds allt til 1974 er Glerárskóli (nýi) var reistur, um 100m norðvestan við þetta hús. Þá var farið að fjölga all verulega í Glerárþorpi frá því sem var 1938, margar stórar íbúðablokkir komnar og Holtahverfi u.þ.b. fullbyggt. Það sem helst setur svip á húsið eru stórir og miklir gluggar sem snúa á móti suðri og því hefur væntanlega verið mjög bjart í kennslustofunum. Eftir að húsið lauk hlutverki sínu sem skólahús var þarna m.a. um langt skeið leikskóli en nú er þarna dagvistunarheimilið Árholt. Allar þessar myndir eru teknar, sem áður segir 1.maí sl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband