Hús dagsins nr.148 : Grímsstaðir og Steinaflatir (Háhlíð 3 og 7)

Í síðustu færslu vorum við stödd á Melgerðisásnum í Glerárþorpinu, en um hann liggur gatan Háhlíð. Næst ofan við Glerárskóla Gamla, norðaustanvið, er þetta hús, P5010015Háhlíð 3 eða Grímsstaðir (ekki þó þeir sömu og kínverski fjárfestirinn Huang Nubo vill kaupa eða leigja Wink ). En þetta er elsta hús við Háhlíðina, byggt 1929. Einlyft steinsteypuhús á kjallara með lágu risi. Húsið er einfalt að gerð og látlaust og ekki stórt að grunnfleti. Húsin í Þorpinu eru mörg hver áberandi minni en hús frá sama tíma t.d. á Brekkunni enda oft efnaminna fólk sem þar átti í hlut. Mér dettur í hug að upprunalega hafi útidyr á framhlið verið á miðri hliðinni en húsið hafi verið lengt til austurs, sbr. að austasti glugginn er stærri og annarrar gerðar en hinir tveir. Auk hússins stendur bílskúr á austurenda lóðarinnar. Húsið lítur vel út sem og umhverfi þess- en mörgum eldri húsanna í Þorpinu fylgja geysi víðlendar lóðir sem bjóða uppá talsverða möguleika og hirtar eru af natni. Þessi mynd er tekin 1.maí sl. Takið eftir runnunum framan við húsið, þeir eru orðnir vel grænir og berið svo saman við birkitréð lengst til hægri. Þarna hefur innfluttur runninn tekið snemma við sér- um leið og fór að hlýna en birkið- sem er alíslenskt- bíður hins vegar með "grænkun" þar til albjart er orðið. 

Þarnæst ofan við Grímsstaði eru Steinaflatir, Háhlíð 7. Það er töluvert yngra hús, byggt 1951  á grunni eldra húss en upprunalega var byggt við Steinaflati árið 1916. P5010014Núverandi hús er steinsteypt með járnklæðningu, einlyft á kjallara með valmaþaki og nokkuð dæmigerð fyrir einbýlishús frá miðri 20.öld. Grunnflötur nærri ferningslaga og valmþak- og á þessum tíma voru gluggar orðnir stærri og meiri- stórir stofugluggar fóru t.d. að sjást um þetta leyti. Sennilega er þessi byggingargerð þróun út frá funkisgerðinni sem ruddi sér til rúms hérlendis um 1930-35. Ekki er mér kunnugt um hvort húsið hafi verið stækkað eða byggt við það En eins og Grímsstaðir eru Steinaflatir stórglæsilegt hús í góðri hirðu sem og umhverfi þess. En myndin er einnig tekin á hjóltúr um Ásinn 1.maí sl.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og bless, það er gaman af þessu. Ósköp hafa húsin skroppið saman. Þau eru öllu stærri í minningunni. Þarf að labba Ásinn í sumar.

Bestu kveðjur frá Brávöllum

Magga 

Margrét Harðardóttir (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 08:24

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæl og blessuð.

 Það er víst oft þannig að húsin eru stærri og meiri í minningunni, fjöllinn blárri og grasið grænna o.s.frv Og nú er ég búinn að taka fyrir Ásinn og fer að styttast í að ég taki fyrir Melgerðið sjálft...

Kveðja, Arnór.

Arnór Bliki Hallmundsson, 8.5.2012 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband