Hús dagsins nr. 149: Harðangur og Hjarðarholt

Enn erum við stödd á Melgerðisásnum, en Háhlíðin liggur eftir honum milli Höfðahlíðar í vestri og Skarðshlíðar í austri. Hér eru tvö býli, Harðangur og Hjarðarholt en bæði þessi býli voru upprunalega byggð 1917, en nú standa mun yngri hús þar. P5010013Harðangur stendur skáhallt tæplega 100metrum ofan við Steinaflati og hinum megin götunnar.  Húsið er einlyft, steinsteypt einbýlishús, byggt árið 1942 eftir teikningum Páls Friðfinnssonar. Húsið er undir einkennum frá Funkis stefnunni, og bera horngluggar og flatt þak þess merki. Húsið hefur nýlega verið tekið til gagngerra endurbóta, m.a. klætt járni og skipt um glugga. Hér má sjá upprunalegar teikningar að húsinu.

 Nokkru austan við Harðangur er ekki ósvipað hús, enda á svipuðum aldri, Hjarðarholt.P5010008 Húsið er tvílyft steinsteypuhús undir áhrifum frá fúnkisstíl með horngluggum og valmaþaki, byggt 1946. Það er reyndar álitamál hvort húsið er tvílyft eða einlyft á kjallara, því húsið stendur í brekku og hliðin sem snýr að Háhlíðinni er ein hæð en á þessari mynd er horft frá Skarðshlíð til norðvesturs. En húsið er, líkt og Harðangur, einnig reist á grunni eldri bæjar frá 1917 ( reyndar skildist mér einhvern tíma að upprunalega Hjarðarholtshúsið hafi staðið litlu austar, nær því sem Skarðshlíðin er núna.) Nú eru að ég held tvær íbúðir í húsinu, hvor á sinni hæð. Í túnfæti Hjarðarholts risu árin 1965-70 fyrstu blokkir Þorpsins við Skarðshlíð. En húsið stendur enn fyrir sínu, stórglæsilegt og í góðri hirðu, sem og nærumhverfi þess. Þessar myndir eru báðar teknar 1.maí 2012.

Næsta færsla verður númer 150 og þar mun ég taka fyrir eina valda byggingu, er hýsir virta og þekkta stofnun á Akureyri. Það verður einskonar "viðhafnarpistill" í tilefni að þeirri skemmtilegu tilviljun að færsla númer 150 komi núna á 150.afmælisári Akureyrarbæjar. En ég hætti ekki eftir 150. færsluna- heldur mun ég bera aftur niður á Ásnum í þeirri 151...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 497
  • Frá upphafi: 436892

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 329
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband