Hús dagsins (nr.151): Melgerði

1.maí sl. brá ég mér í myndahjóltúr um Melgerðisásinn og fylgdi því eftir með pistlum næstu dagana á eftir. P5010011Þannig vildi til að eitt býli átti ég eftir þegar ég birti hátíðarpistillinn og í kjölfarið söguágripið og það er býlið sem Ásinn er nefndur eftir, nefnilega Melgerði. En Melgerði er með elstu býlum Glerárþorps, þar hófst upprunalega búskapur árið 1880. En húsið sem nú stendur þar var reist árið 1930.  Núverandi hús er steinsteypt parhús, tvílyft á kjallara með skúrþaki. Sunnan úr húsinu gengur einlyft steinhlaðin viðbygging og ofan á henni eru miklar svalir. Móðurafi minn, Hörður Adolfsson og Áskell Sigurðsson, langafi minn reistu þá byggingu um 1957-8. Þá hefur verið reistur mikill glerskáli bakatil á norðurenda. Eins og venjan er með gömul býli í Glerárþorpi er lóðin kringum Melgerði geysi víðlend og vel gróin.  Melgerði er frá upphafi parhús og þarna hafa margir búið gegnum tíðina. Mamma mín, Anna Lilja Harðardóttir ólst hér upp til 11ára aldurs og margar góðar sögur hef ég fengið að heyra úr Melgerði. Þá var Þorpið töluvert öðruvísi en nú, fjölmörg smábýli með búskap og ekkert þéttbýli svo orð væri á gerandi. En mamma bjó þarna þegar fyrsta íbúðablokkin var reist í Glerárþorpi 1965, h.u.b. í túnfætinum á Melgerði. Einnig þegar Veganesti, ein fyrsta vegasjoppa Akureyrar var reist á svipuðum tíma.  Þá gat orðið ansi hvasst þarna og í verstu veðrunum var oft setið innan við gluggana og horft á  ljósastaurinn utan við sveiflast í byljunum. Þá hafði stundum þurft að flýja efri hæðina vegnan hvins í svalahandriðinu. Staurinn stendur enn og sést hann á myndinni, en oft var oft óttast um að hann færi um koll!  Ég gæti trúað að nú sé öllu skjólsælla á þessum stað, en þar hjálpar til aukin gróður og meiri byggð. Auk þess er eflaust ágætt skjól af Boganum, fjölnotahúsi Þórs sem tekið var í notkun 2004. Þessi mynd er tekin 1.maí 2012.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta og færsluna að ofan. Vissi ekki að Vallholt hefði brunnið. Stefni á Ásinn í sumar.

 Kveðja

Magga

margrét harðardóttir (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 422
  • Frá upphafi: 440779

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 201
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband