Hús dagsins (nr. 156): Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp; Kastalinn.

Síðustu vikuna dvaldi ég á Úlfljótsvatni á Landsmóti Skáta og mátti ekkert vera að því að skrifa inná síðuna- tók mér bara tölvufrí. P7110051En eins og ég sagði þá munu Hús dagsins í ágúst verða að mestu leyti frá Ísafirði og því fer e.t.v. vel á því að síðasta Hús júlímánaðar er einmitt staðsett á leiðinni þangað. En þetta hús stendur við Ísafjörð, fremst í Ísafjarðardjúpi þar sem komið er niður af Steingrímsfjarðarheiði og vekur eflaust athygli flestra sem eiga leið um Djúpveg. En hér er um að ræða Arngerðareyri. Þar voru áður mikil umsvif, þarna var höfn og ferjustaður, hótel og verslun en nú standa einungis eftir leifar af bryggju, hálfhrunin hlaða og svo fyrrum íbúðarhús verslunarstjórans, sem sést hér á myndinni. Verslunin var útibú frá Ásgeirsverslun, miklu verslunarfélagi sem átti höfuðstöðvar á Ísafirði. Það var stofnað árið 1852 af Ásgeiri Ásgeirssyni athafnamanni, en hér er ítarlegri fróðleikur um Ásgeirsverslun. Húsið mun reist í tíð Sigurðar Þórðarsonar útibústjóra Ásgeirsverslunar. Húsið er kallað Kastalinn, en ferkantað kögur á þakbrúnum og einskonar turn framan á gefur óneitanlega kastalalegan svip. Byggingarár er á huldu, en ég gæti ímyndað mér að húsið sé byggt nálægt 1920, en allavega vel fyrir miðja 20.öld. En húsið er steinsteypt í tveimur álmum, önnur einlyft en hin tvílyft (kastalaturninn) en þak er flatt. Húsið hefur vafalítið verið eitt af vandaðri og sérstæðari steinsteypuhúsum landsins þegar það var byggt, en í árdaga steypunnar var algengast að hús væru byggð með hefðbundnu "timburhúsalagi", þ.e. rétthyrningslaga grunnflötur og hátt ris. Húsið hefur staðið yfirgefið í áratugi, frá því um 1970 (skv. frétt hér að neðan hefur það verið yfirgefið í rúm 40 ár) og er því eðlilega í slæmu ásigkomulagi, líkt og sjá má á myndinni. En þrátt fyrir niðurníðslu ber húsið þess greinilega merki að hafa verið vandað og vel byggt í upphafi og glæsileikinn skín í gegn þrátt fyrir allt. Þessi mynd er tekin þ. 11.júlí sl.

PS. Hér er frétt RúV frá því í gær um tilvonandi endurbyggingu Kastalans. http://www.ruv.is/frett/gera-upp-kastala-a-arngerdareyri  Þannig að eftir nokkur ár verður þetta hús eflaust orðið ein af mörgum perlum við Djúpið Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

ég fann þau á Facebook og það er alveg dásamlegt að sjá þau gera húsið upp. Takk fyrir fínan fróðleik um húsið :) Þetta sýnir manni ótvírætt að mörg hús sem talin eru "ónýt" eru vel til þess hæf að gera þau upp

Ragnheiður , 2.8.2012 kl. 21:28

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Takk sömuleiðis fyrir innlit og skrif. Það er svo sannarlega ekki allt sem sýnist þegar "ónýt" hús eiga í hlut og mörg hús hafa verið rifin sem vel hefðu getað orðið til prýði ef gerð hefðu verið upp. .

Arnór Bliki Hallmundsson, 4.8.2012 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 374
  • Frá upphafi: 440807

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 177
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband